sunnudagur, 20. júlí 2003

Allavega, ég sá myndina 'joy ride' í gær. Í aðalhlutverkum eru Steve Zahn, Paul Walker og Leelee Sobieski (sem hefur augljóslega farið í brjóstastækkun fyrir þessa mynd). Myndin flokkast undir unglingahrollvekjur á borð við 'I know what you did last summer', 'Scream' og allt það en er samt sem áður nokkuð góð. Eins og allar unglingahrollvekjur er hún spennandi, lífleg og óraunveruleg en það er hægt að líta framhjá því. Hún fjallar um bræður sem gera at í vörubílstjóra sem tekur djókinum mjög illa, svo ekki sé meira sagt. Steve Zahn fer á kostum í hlutverki vitleysingsins og röddin er líka góð í hlutverki vörubílstjórans. Það vantar þó eitthvað (nekt) og fær því myndin ekki nema tvær og hálfa stjörnu hjá mér af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.