mánudagur, 30. júní 2003

Það rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég horfði enn einu sinni á Fight club að maðurinn sem leikur feita og lata manninn í myndbandinu við lagið 'Lazy', sem David Byrne syngur við undirleik einhverra tölvugúrúa, leikur afgreiðslumanninn á flugvellinum í Fight club þegar eitthvað titrar í tösku aðal söguhetjunnar (sem á sér ekki nafn framan af mynd). Að sjálfsögðu varð ég að fletta honum upp (feita og lata manninum) og komst að því að hann heitir Robert J. Stephenson og er að finna hér. Það er greinilegt að Fight club hefur fleitt honum áfram í átt að heimsfrægð, rétt eins og tilveran.is hefur gert við mig og mína síðu í morgun. Takk tilvera.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.