sunnudagur, 1. júní 2003

Í gær varð ég fyrir skemmtilegri lífsreynslu. Ég fór í innflutningsteiti hjá Bergvini og Garðari með myndavélina og var algjörlega edrú fyrir utan áhrifin af maltflösku sem ég drakk rúmlega 3 tímum áður. Skrítið að sjá fólk í nærmynd svona ofurölvað án þess að vera það sjálfur. Ég tók slatta af myndum og verða þær birtar í dag eða á morgun.

Eftir partíið, um klukkan 01:00, hélt ég heim á leið og horfði á One hour photo sem ég hafði tekið um kvöldið. Robin Williams fer á kostum í þessari mynd. Fyrir utan að vera með óhugnarlegt útlit þá leikur hann listavel og á skilið einhver verðlaun fyrir. Myndin fjallar um mann sem vinnur við að framkalla myndir í verslun í stórmarkaði. Hann heillast af fjölskyldu sem oft verslar þar. Það lá við að ég felldi tár við að horfa á myndina, slík var samúðin með Robin Williams. Ég gef henni 3 stjörnur. Robin Williams hefur hækkað umtalsvert í áliti hjá mér eftir þessa mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.