miðvikudagur, 4. júní 2003

Ég biðst velvirðingar á að hafa ekki sett upp nýjar myndir á myndasíðuna. Kvöldið verður tekið undir það en myndir frá innflutningsteiti Bergvins og Garðars bíða eftir að vera settar inn.

Sem minnir mig á það; ég hef ekki séð nágranna núna í rúmar 2 vikur sökum sjónvarpsleysis í nýja kjallaranum. Í gærkvöldi fékk ég svo loksins fráhvarfseinkenni en um það leiti sem ég var að fara að sofa áttaði ég mig á þessari staðreynd og fór umsvifalaust að skjálfa, svitna og að lokum ældi ég blóði. Ég verð að bæta úr þessu. Til að byrja með klæðist ég nágrannaúlpunni minni ásamt nágrannapeysunni í og utan vinnu. Reyni svo á eftir mitt besta að prútta stöð 2 kellinguna í að splæsa á mig ókeypis áskrift auk loftnets. Annars fer ég bara til mömmu og heilsa upp á vini mína í Ramseystreet þar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.