fimmtudagur, 8. maí 2003

Það var í gær sem ég tók mig til og bölvaði heiminum í sand og ösku, einu sinni sem oftar. Í þetta sinn var ástæðan sú að 2 vikur höfðu liðið án þess að ég fengi svo mikið sem 1 sms sent í símann minn. Það er reyndar alveg skiljanlegt því ég sendi aldrei neinum skilaboð og hringi sjaldnast í neinn. Þegar þetta er ritað hef ég ekki átt innistæðu í langan tíma, það gæti verið að ég hafi ekki átt innistæðu í mánuð. En allavega, rúmum sólarhringi síðar hef ég fengið hvorki meira né minna en 4 sms, allt frá stelpum (1 frá systir minni að vísu) og öll skemmtileg. Að fá sms getur verið mjög gaman. Þess vegna vil ég hvetja sem flesta til að senda mér sms hér eða bara í gegnum símann sinn.

Ég hef líka lagað hlekkinn hérna upp til hægri, svo þið getið sent mér sms hvenær sem er sólarhringsins en þessi hlekkur hefur verið bilaður síðan tal.is sameinaðist einhverju fyrirtæki og myndaði Og Vodafone

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.