laugardagur, 3. maí 2003

Sumt fólk hefur verið að hringja í mig síðustu daga, vikur og mánuði og hrósað mér fyrir að vera með fallegt og ómþýtt nef. Það hryggir mig mikið að tilkynna ykkur að sá barnslegi þokki sem nefið færði andliti mínu er horfinn á braut. Hann yfirgaf andlitið klukkan 23:37 í kvöld að staðartíma með rakvélablaði sem sveif létt yfir andlitið á mér við ljúfan Nick Cave söng sem ómaði í hausnum á mér. Ég semsagt skar mig á nefinu við rakstur og er að leita á netinu að einhverjum sem hefur tekist þetta líka. Sjaldan hef ég séð jafn mikið blóð. Gæti þegið dömubindi núna sem tekur ca 2-3 lítra.

Með þessum orðum kynni ég til leiks frænda minn sem heitir Eiríkur Óli og er frá Eskifirði. Hann kann að heilla dömurnar og segir skemmtilegar skrítlur þegar svo ber undir. Hér getið þið fundið síðuna hans og hér er mynd af kauða. Fáir eru fyndnari en margir ljótari.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.