miðvikudagur, 7. maí 2003

Mér leikur forvitni á að vita hvaða skeggapa datt í hug að setja ekki eina heldur tvær hraðahindranir í Selásinn, götuna sem ég vinn í. Ekki nóg með að önnur þeirra sé án viðvörunnar heldur er hin sett upp óvænt en skiltin sem segja til um að þarna sé hraðahindrum hafa staðið í götunni í marga mánuði, sem gerir það af verkum að fólk reiknar ekki með hraðahindrun þarna þegar hún loksins kemur, hvað þá tvemur. Þetta er ekki allt því hraðahindranirnar tvær eru þær leiðinlegustu sem um getur. Þær eru gerðar úr járni, valda gríðarlegu hossi þó litlar séu og gætu skemmt bíla án efa ef fólk hægir ekki á sér.

Til að komast í betra skap kíkti ég á baggalút, sá þessa frétt og ákvað að deila með ykkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.