föstudagur, 9. maí 2003

Lífleg umræða hefur skapast um stjórnmál í athugasemdunum á þessari síðu. Mönnum er oft heitt í hamsi og vil ég minna á að þetta er allt í góðu, allavega frá minni hálfu þó að oft verði ég æstur. Til að róa mig niður spila ég því þessa stundina diskinn Murder Ballads með Nick Cave & the bad seeds um leið og ég dunda mér við að rista í húðina á mér "X-U". Með þessu hlæ svo þægilegum, rólegum hlátri.

Nýja lagið með Radiohead, "There there" er að mínu mati verulega grípandi og verður betra með tímanum. Ég hef aldrei verið sérstaklega mikið fyrir Radiohead þó mér finnist mörg lög með þeim mjög góð en þetta lag fangaði mig. Húrra fyrir því.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.