miðvikudagur, 28. maí 2003

Hér kemur svo listi minn yfir útvarpsmenn landsins þar sem nr 1 er í uppáhaldi og sá neðsti í minnstu uppáhaldi. Ég veit að öllum er sama en þetta er mér hjartans mál. Þeir sem ekki eru á þessum lista hef ég ekki heyrt nóg í til að dæma.

1. Freyr Eyjólfsson - Rás 2. Húmoristi sem spilar alla réttu tónlistina.
2. Óli Palli Gunnarsson - Rás 2. Fróðleiksbrunnur um tónlist og tónlistarmenn. Misgóður.
3. Guðni Már Henningsson - Rás 2. Sallarólegur með góða rödd og svolítið þunga tónlist. Nýungagjarn.
4. Gestur Einar Jónasson - Rás 2. Fínn kall sem spilar mikið af gamalli tónlist.
5. Hver sem er á FM957 - Hresst fólk. Kannski aðeins of. Árni Már er samt góður ;)
6. Hrafnhildur Halldórsdóttir - Rás 2. Fín rödd en spilar bara kerlingatónlist.
7. Hver sem er á Bylgjunni - Ömurleg útvarpsstöð með ömurlegri tónlist og jafnvel verri útvarpsmenn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.