sunnudagur, 18. maí 2003

Þá er flutningum lokið. Á föstudaginn eftir vinnu var hafist handa við að flytja draslið yfir í nýju íbúðina til kl ca 00:30 með aðstoð Jökuls nokkurs Óttars sem kom askvaðandi í matarhléinu sínu og tók stærstu hlutina í stærðarinnar bifreið. Daginn eftir vöknuðum við eldsnemma (10:30 ca) og héldum áfram flutningum. Miriam Fissers kom svo kl ca 14:00 og hófust þá þrif. Ég stend í ævarandi skuld við Miriam fyrir hjálpina en hún stóð sig mjög vel, betur en við vitleysingarnir. Garðar mætti svo síðar og aðstoðaði við þrif og þakka ég honum hérmeð opinberlega. Miriam, Jökli og Garðari skulda ég greiða.

Um kvöldið ætlaði ég svo að elda ofan í þá sem hjálpuðu en sökum gríðarlegra tafa varð lítið úr því. Ýmislegt vantaði í eldhúsið og varð ég því að skjótast til móður minnar til að fá lánað ýmislegt. Miriam tók því við eldamennskunni og gerði mig að fífli en það er allt í lagi. Um kl 23:00 átum við svo dýrindis máltíð með rauðvíni og öllu tilheyrandi, nema ég gleymdi hvítlauksbrauðinu.

Ég skrifa þetta í tölvuna hans Helga bróðir því nýja íbúðin er netlaus. Það líður þó ekki á löngu þar til ADSL tenging verður komin þar á og allt verður iðandi af lífi. Nýja íbúðin er annars mjög þægileg og að mörgu leyti mun betri en kjallarinn í Tjarnarlöndum, ef ekki er talið með að það vantar ca 2 cm upp á að ég snerti loftið með hausnum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.