föstudagur, 11. apríl 2003

Það hlaut að koma að þessu. Ég hafði ekki orðið veikur í næstum 2 mánuði og hélt að ég væri sloppinn undan vetrarflensunni þegar í morgun ég fór að finna fyrir fiðringi í hálsinum. Nú er ég hamingjusamlega kvefaður. Þetta er þá í fjórða skipti sem ég fæ kvef í vetur og hef ég ákveðið að reyna við heimsmetið í fjölda kvefpesta á einum vetri en það er 72 skipti. Metið á suðurskautsfarinn Ubasa Mombizu sem aldrei hafði séð snjó fyrir ferðina miklu 1999.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.