sunnudagur, 13. apríl 2003

Helgin hefur farið í að liggja veikur. Hingað til hefur hún verið í leiðinlegri kantinum en hver veit hvað gerist í dag. Ég kemst ekki í fermingarveislu frænku minnar sökum veikinda, eins og ég komst ekki á Borgarfjörð Eystri á föstudaginn og á leikritið 'Stútungasaga' í gær, laugardag.

Ég gerði líka heiðarlega tilraun til að horfa á óskarsverðlaunamyndina Guðföðurinn 2 en gafst upp eftir ca 3 tíma. Þótt ótrúlegt sé þá skildi ég söguþráðinn en fannst hann óáhugaverður. Hún er mjög vel leikin, Al Pacino er frábær í hlutverki Don Corleone.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.