fimmtudagur, 10. apríl 2003

Ég lofaði víst að tala ekki meira um auglýsingar en ég ætla að gera undantekningu í þetta skiptið. Tvær auglýsingar vefjast fyrir mér. Önnur þeirra er frá 66° norður en slagorð þeirra er „Veðrið skiptir ekki máli - verum viðbúin“. Hverju eigum við að vera viðbúin ef veðrið skiptir ekki máli? Ætli hálaunfólkið á bakvið þessa auglýsingu meini ekki „Verum viðbúin SVO veðrið skipti ekki máli“, sem hljómar líklega ekki nógu sem slagorð. Hin auglýsingin er frá Garðheimum held ég að fyrirtækið heiti. Þar er sagt í byrjun „Garðvinna er nytsamlegt sport“ og svo í lokin „Gerum garðvinnu að sporti!“. Þarna er auglýsandi í hrópandi mótsögn við sjálfan sig. Hvernig er það annars með auglýsingar á Íslandi, eru þær aldrei yfirfarnar af yfirmanni eða einhverri nefnd? Smellið hér ef þið viljið ráða mig til að gera auglýsingu fyrir ykkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.