mánudagur, 28. apríl 2003

Ég biðst velvirðingar til þeirra sem voru að búast við myndum í kvöld. Ég tafðist og komst ekki í að setja þær upp. Mun gera það á morgun, eða þegar tími gefst til. Afsakið mig.

Hetja dagsins er Björgvin nokkur Gunnarsson en hann hengdi upp áróðursskilti víðsvegar um Menntaskólann á Egilsstöðum að því tilefni að Davíð Oddsson kom í heimsókn í hádeginu. Á áróðursskiltunum mátti sjá myndir af fórnarlömbum sprengjuárása villidýranna í bandaríkjunum, börn og gamalmenni, sem Davið og Halldór sögðu að Íslendingar studdu þrátt fyrir að yfir 70% Íslendinga séu á móti þessum viðbjóði. Fyrir ofan myndirnar voru svo frasar á borð við "Takk fyrir að bendla okkur við þetta Davíð", "Taktu dollaramerkin úr augunum, þá sérðu betur!" og "Allt í nafni lýðræðis". Björgvin hefur með þessu sannað að rökrétta hugsun er að finna í Menntaskóla Egilsstaða en ekki bara rollur sem hlýða villuráfandi smala þeirra, Davíð.
Spurning hvort Björgvin verði kallaður á teppið til Davíðs. Vegna tæknilegra örðuleika þá get ég ekki birt áróðurinn hér sem stendur en mun vinna í því að færa ykkur boðskapinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.