Eftir körfuboltaæfingu kvöldsins finnst mér ekki nema sanngjarnt að fólk fái loksins að vita af mínum sífellt vaxandi sjúkdómi en á þessari æfingu stóð ég mig vægast sagt illa. Ég þjáist nefnilega af krónísku Tourettes heilkenni þegar ég er að tapa eða standa mig illa í körfubolta. Blótsyrðum er ekki beint að neinum nema sjálfum mér, ef ekki röddunum og biðst ég velvirðingar ef einhver misskilningur hefur átt sér stað.
Ef allt fer illa þá mun þetta draga mig til dauða, þeas ef ég lendi í að spila körfubolta niðri á fjörðum með geðsjúkum sjómönnum, nú eða í bandarísku fangelsi.
miðvikudagur, 30. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ljósi þess að ég fékk ofsaháan VISA reikning í hausinn í gær og að ég er á leið í klippingu á morgun hefst hérmeð sumarleikur veftímaritsins.
Hann felur í sér að fá sem flesta til að heita á mig 1.000 krónum fyrir að krúnuraka mig á morgun. Ef næg þátttaka næst mun ég láta verða af því að krúnuraka mig, borga VISA reikninginn, hætta í vinnunni, staðgreiða íbúð í Reykjavík og kaupa mér minn eigin strætó (með bílstjóra).
Svo verður dregið úr þeim sem hétu á mig og ein(n) heppin(n) fær óáritaðan bjúgverpil, frá veftímartinu, til afnota í sex mánuði.
Tekið er á móti áheitum hér að neðan.
ATH. ef ekki nást nægilega mörg áheit áskilur veftímaritið sér réttinn til þess að hirða áheitin án þess að láta verða af því að krúnuraka ritstjórann.
Hann felur í sér að fá sem flesta til að heita á mig 1.000 krónum fyrir að krúnuraka mig á morgun. Ef næg þátttaka næst mun ég láta verða af því að krúnuraka mig, borga VISA reikninginn, hætta í vinnunni, staðgreiða íbúð í Reykjavík og kaupa mér minn eigin strætó (með bílstjóra).
Svo verður dregið úr þeim sem hétu á mig og ein(n) heppin(n) fær óáritaðan bjúgverpil, frá veftímartinu, til afnota í sex mánuði.
Tekið er á móti áheitum hér að neðan.
ATH. ef ekki nást nægilega mörg áheit áskilur veftímaritið sér réttinn til þess að hirða áheitin án þess að láta verða af því að krúnuraka ritstjórann.
þriðjudagur, 29. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að fá VISA reikninginn í hendurnar. Þar virðist ég hafa sleppt af mér beislinu, eytt langt framyfir leyfilega heimild og þarmeð bætt eyðslumetið mitt. Fyrir þennan glæsilega árangur ætla ég að verðlauna mig með því að borða aðeins 18 króna núðlur þar til skólanum líkur eftir tvö ár auk þess sem ég mun kalla mig öllum illum nöfnum annað slagið og slá mig utanundir í hvert skipti sem ég leyfi mér að langa í eitthvað.
mánudagur, 28. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag hringdi ég inn andlega veikur á veftímarit þetta. Ég vaknaði býsna pirraður og gríðarlega þreyttur í morgun og fannst ekki sanngjarnt að láta skap mitt bitna á lesendum þessarar síðu.
En kærar þakkir til þeirra sem skrifuðu nafn sitt í gestabókina í gær og í dag. Lestur hennar fær mig til að myrða ekki þennan kettling sem ég er með í lúkunum þessa stundina. Því fleiri sem skrifa, því lengur lifir hann.
En kærar þakkir til þeirra sem skrifuðu nafn sitt í gestabókina í gær og í dag. Lestur hennar fær mig til að myrða ekki þennan kettling sem ég er með í lúkunum þessa stundina. Því fleiri sem skrifa, því lengur lifir hann.
sunnudagur, 27. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Merkilegt með hann Bubba. Hann getur samið flott lög, flotta texta og meira að segja munað textana. Hann getur opnað sjálfan sig fyrir framan alþjóð og sagst elska hitt og þetta um leið og hann getur munað endalaust af boxaranöfnum, sem og vitað talsvert um þá íþrótt ef íþrótt skyldi kalla. En hann getur engan veginn lært að það á að segja 'ég vil' en ekki 'ég vill' eins og heyrist í nýjasta laginu hans, 'Þessi fallegi dagur' en þar segir orðrétt:
Veit ekki hvað vakti mig
VILL vaka um stund
Ég vona að enginn hafi breytt málfari sínu eftir að hafa heyrt þetta lag hans, sem er býsna gott að þessu frátöldu.
Veit ekki hvað vakti mig
VILL vaka um stund
Ég vona að enginn hafi breytt málfari sínu eftir að hafa heyrt þetta lag hans, sem er býsna gott að þessu frátöldu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er, eins og ég sagði snemma í síðustu viku, hinn alþjóðlegi 'skrifaðuígestabókinaeðaégkýliþigíandlitið' dagurinn. Honum er fagnað með því að fara á þessa síðu (af öllum síðum heimsins) og þar skal skrifað í gestabókina sem er til hægri á síðunni, ofarlega. Síðasta ár skrifuðu fjórir í gestabókina og því þurfti að kýla ca 5.999.999.996 manns í andlitið.
Allavega, gestabókin er hér. Allir gestir að skrifa!
Til þeirra sem hafa skrifað í gegnum tíðina, takk kærlega. Ég met það mjög mikils.
Allavega, gestabókin er hér. Allir gestir að skrifa!
Til þeirra sem hafa skrifað í gegnum tíðina, takk kærlega. Ég met það mjög mikils.
laugardagur, 26. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér var að berast frétt sem er býsna vandræðaleg fyrir veftímaritið. Utah Jazz hefur breytt merki sínu og búningum. Með þessari breytingu fylgja nýjir litir en hingað til hefur fjólublái liturinn verið litur Utah Jazz og það er einmitt ástæðan fyrir litavali mínu hérna á síðunni. Nú lítur út fyrir að nýju litirnir séu nákvæmlega eins og á síðunni minni, fyrir breytinguna (dæmi), dökk- og ljósblár. Það má því búast við því að ég breyti þessari síðu aftur í fyrra horf innan tíðar, mörgum leiðindapjökkum til mikillar gleði.
Allavega, hér er nýja merkið:
Aðallitir: Hvítur, dökkblár og ljósblár. Skuggalegt.
og hér er gamla merkið:
Aðallitirnir: Rauður, blár, fjólublár og hvítur.
Hér eru svo nýju búningarnir:
Vestin verða þó líklega ekki svona ljót í sniðum.
Veftímaritið vill venjulega ekki gæta hlutleysis en verður að gera það í þessu máli þar sem skoðun hefur ekki verið mynduð enn sem komið er. Nefnd um málið hefur verið sett á laggirnar og mun hún skila niðurstöðu áður en langt um líður.
Allavega, hér er nýja merkið:
Aðallitir: Hvítur, dökkblár og ljósblár. Skuggalegt.
og hér er gamla merkið:
Aðallitirnir: Rauður, blár, fjólublár og hvítur.
Hér eru svo nýju búningarnir:
Vestin verða þó líklega ekki svona ljót í sniðum.
Veftímaritið vill venjulega ekki gæta hlutleysis en verður að gera það í þessu máli þar sem skoðun hefur ekki verið mynduð enn sem komið er. Nefnd um málið hefur verið sett á laggirnar og mun hún skila niðurstöðu áður en langt um líður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég á skyndikörfuboltaæfingu sem boðuð var af Gylfa grallara. Þar voru mætt allskonar kvikindi og fór körfuboltinn prúðlega fram. Nóg um það.
Allavega, nýlega frétti ég af svokallaðri Jazzhátíð hérna á Egilsstöðum sem væri í gangi og það í 17. skipti. Ég sem hélt að ég væri eini Utah Jazz aðdáandi á héraði fylltist lotningu og endurheimti trú mína á mannkynið, amk Egilsstaðakynið. Ég klæddi mig því upp í Jazz stuttbuxur, körfuboltavesti, derhúfu og jafnvel nærbuxur, lét mála mig í framan með Jazz litunum og slagorðinu 'Go Jazz!' á ennið og dreif mig á staðinn. Stemningin var helst til of léleg, aðeins var spiluð einhverskonar tónlist og fólk sat bara og hlustaði í stað þess að spjalla saman um þetta stórkostlega lið, jafnvel taka á móti Utah Jazz leikmönnum ef svo bæri undir. Eftir rúmlega klukkutíma setu fékk ég nóg, stóð upp og öskraði yfir mannskapinn ókvæðisorðum, að þetta væru ekki alvöru aðdáendur sem þarna voru komnir. Að því loknu strunsaði ég út og keyrði í burtu á Utah Jazz skreytta bílnum mínum.
Allavega, nýlega frétti ég af svokallaðri Jazzhátíð hérna á Egilsstöðum sem væri í gangi og það í 17. skipti. Ég sem hélt að ég væri eini Utah Jazz aðdáandi á héraði fylltist lotningu og endurheimti trú mína á mannkynið, amk Egilsstaðakynið. Ég klæddi mig því upp í Jazz stuttbuxur, körfuboltavesti, derhúfu og jafnvel nærbuxur, lét mála mig í framan með Jazz litunum og slagorðinu 'Go Jazz!' á ennið og dreif mig á staðinn. Stemningin var helst til of léleg, aðeins var spiluð einhverskonar tónlist og fólk sat bara og hlustaði í stað þess að spjalla saman um þetta stórkostlega lið, jafnvel taka á móti Utah Jazz leikmönnum ef svo bæri undir. Eftir rúmlega klukkutíma setu fékk ég nóg, stóð upp og öskraði yfir mannskapinn ókvæðisorðum, að þetta væru ekki alvöru aðdáendur sem þarna voru komnir. Að því loknu strunsaði ég út og keyrði í burtu á Utah Jazz skreytta bílnum mínum.
föstudagur, 25. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rétt í þessu var ég að vinna disk á rás 2 eftir að hafa sent inn hjartnæmt bréf, segjandi að ég hafi aldrei unnið nokkurn skapaðan hlut, sem er rétt og satt að sjálfsögðu. Daman sem var með útvarpsþáttinn las bréfið upp, sem er óvenjulegt með svona bréf, og sagði það hafa brætt sig.
Þarmeð heldur hösslganga mín áfram. Ég hef nú hösslað tvær plöntur, eina fartölvu og nú eina útvarpskonu á síðasta árinu eða svo.
Þarmeð heldur hösslganga mín áfram. Ég hef nú hösslað tvær plöntur, eina fartölvu og nú eina útvarpskonu á síðasta árinu eða svo.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sjá hvað rás tvö hefur gert við mig. Ég sit hérna, hlustandi á bylgjuna eins og versta, heiladauða húsmóðir sem fer í ljós fimm sinnum í viku, bara vegna þess að rás tvö ákvað að hafa hestaspjall, af öllum spjöllum, á dagskránni hjá sér. Það er þó skömminni skárra að vera bara smá flögurt af sykursætri og viðbjóðslegri tónlistinni á bylgjunni en að reyna að valda sér varanlegum skaða af leiðindum við að hlusta á hestaspjallið.
fimmtudagur, 24. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir körfuboltaæfingu í gær komst ég að stórkostlegum hæfileika mínum sem hefur verið leitað að allt frá fæðingu minni. Sá hæfileiki felur í sér að það er sama hversu mikið ég svitna, ég lykta aldrei af táfýlu. Til sönnunar fór ég úr íþróttaskónum, sem ég hef átt núna í ca sex mánuði og notað reglulega auk þess sem ég hafði nýlega verið búinn að nota þá og svitnað óþarflega mikið, og lyktaði hressilega úr þeim. Það var eins og mig grunaði; ekki vottur af óþef heldur ennþá þessi nýja lykt sem fylgir skóm. Ég gekk skrefi lengra í að finna sannanir fyrir þessu með því að lykta upp úr útiskóm sem ég hef notað daglega í rúm fjögur ár og eru orðnir verulega truflandi í útliti. Engin lykt þar heldur. Viðstaddir fengu einnig að lykta og tóku undir niðurstöðurnar.
Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég get nýtt mér þessa gjöf mína mér til framdráttar og jafnvel til að hjálpa fátækum og þurfandi. Tillögur um nýtingu eru vel þegnar. Teikningar af hugmyndum varðandi búning Vantáfýlumannsins eru jafnvel enn betur þegnar.
Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég get nýtt mér þessa gjöf mína mér til framdráttar og jafnvel til að hjálpa fátækum og þurfandi. Tillögur um nýtingu eru vel þegnar. Teikningar af hugmyndum varðandi búning Vantáfýlumannsins eru jafnvel enn betur þegnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirtalin atriði síðustu 14 ára ollu því að Fellahreppur fær íþróttaverðlaun Veftímaritsins í ár:
1. Rifu grasfótboltavöll til að byggja malarfótboltavöll sem ekki nokkur maður vill spila á. Síðar lögðust fótboltaæfingar fótboltafélags bæjarins af, enda um 400 manna bæjarfélag að ræða og enginn grundvöllur fyrir keppnisvöll, hvað þá malarvöll.
2. Færðu körfu bæjarins (fyrir körfubolta) á rammskakkt og leiðinlegt svæði sem erfitt er að spila á af því það vantaði bílastæði fyrir skólann.
3. Kostuðu spraybrúsa treglega þegar ungmenni ákváðu að gera gott úr skakka vellinum og setja á hann vallarlínur.
4. Hafa ekki eytt krónu í körfuboltavöllinn núna í 10 ár. Honum hefur verið haldið við af örvæntingafullum unglingum sem hafa borgað viðhaldið úr eigin vasa og með vinnu. En ekki lengur þar sem hringurinn er algjörlega ónýtur.
5. Greiddu 10.000 króna skráningargjald á austurlandsmót í körfubolta fyrir Huginn Fellum 1999 með því skilyrði að við færum ekki fram á það aftur.
Staðan 1990:
Tveir grasfótboltavellir sem voru mikið notaðir.
Einn fínn körfuboltavöllur sem var viðhaldið ágætlega.
Fótboltafélagið Huginn Fellum starfrækt.
Gríðarlegur körfuboltaáhugi.
Fólksfjöldi ca 400.
Staðan 2004:
Einn ónotaður malarvöllur.
Einn handónýtur körfuboltavöllur með ónýta körfu og ekkert net.
Ekkert fótboltafélag starfrækt.
Mikill körfuboltaáhugi en fer óðum minnkandi.
Fólksfjöldi rúmlega 500.
Bravó Fellahreppur. Meira svona.
1. Rifu grasfótboltavöll til að byggja malarfótboltavöll sem ekki nokkur maður vill spila á. Síðar lögðust fótboltaæfingar fótboltafélags bæjarins af, enda um 400 manna bæjarfélag að ræða og enginn grundvöllur fyrir keppnisvöll, hvað þá malarvöll.
2. Færðu körfu bæjarins (fyrir körfubolta) á rammskakkt og leiðinlegt svæði sem erfitt er að spila á af því það vantaði bílastæði fyrir skólann.
3. Kostuðu spraybrúsa treglega þegar ungmenni ákváðu að gera gott úr skakka vellinum og setja á hann vallarlínur.
4. Hafa ekki eytt krónu í körfuboltavöllinn núna í 10 ár. Honum hefur verið haldið við af örvæntingafullum unglingum sem hafa borgað viðhaldið úr eigin vasa og með vinnu. En ekki lengur þar sem hringurinn er algjörlega ónýtur.
5. Greiddu 10.000 króna skráningargjald á austurlandsmót í körfubolta fyrir Huginn Fellum 1999 með því skilyrði að við færum ekki fram á það aftur.
Staðan 1990:
Tveir grasfótboltavellir sem voru mikið notaðir.
Einn fínn körfuboltavöllur sem var viðhaldið ágætlega.
Fótboltafélagið Huginn Fellum starfrækt.
Gríðarlegur körfuboltaáhugi.
Fólksfjöldi ca 400.
Staðan 2004:
Einn ónotaður malarvöllur.
Einn handónýtur körfuboltavöllur með ónýta körfu og ekkert net.
Ekkert fótboltafélag starfrækt.
Mikill körfuboltaáhugi en fer óðum minnkandi.
Fólksfjöldi rúmlega 500.
Bravó Fellahreppur. Meira svona.
miðvikudagur, 23. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ekki alls fyrir löngu lét ég raka af mér öll hár í andliti, utan augabrúna, augnhára og geðveikislegra barta sem ég virðist vera kominn með, alveg óvart. Þegar þeim ósköpum var lokið fór ég að spá í að minnka eitthvað við hárið sem er ofan á höfðinu á mér, jafnvel ganga svo langt að taka það allt af. Þessa hugmynd greip veðurfréttamaður veftímaritsins við rætur hugans á lofti og hafði samband við tæknideild sem hafði samband við tölvudeild. Tölvudeildin ákvað að hafa samband við myndaforritunardeild sem vildi sjá hvernig svona rakstur á höfði myndi gera fyrir mig með hjálp myndaforrits. Þeir tóku því allt hár af mér í myndaforriti og létu myndina ganga um skrifstofu veftímaritins. Til að gera stutta sögu langa þá eru allir á því að ég eigi að fá mér svona klippingu.
Myndaskönnunardeildin var svo væn að skanna eitt eintak inn fyrir mig og hún birtist hérmeð. Gjörið svo vel og njótið.
Hér er svo mynd af þeim sem komu að þessu verkefni, að gera mynd af mér með ekkert hár, fyrir utan höfuðstöðvar veftímaritsins.
Myndaskönnunardeildin var svo væn að skanna eitt eintak inn fyrir mig og hún birtist hérmeð. Gjörið svo vel og njótið.
Hér er svo mynd af þeim sem komu að þessu verkefni, að gera mynd af mér með ekkert hár, fyrir utan höfuðstöðvar veftímaritsins.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær sá ég fyrri partinn af myndinni Full metal jacket (Fullur málmjakki) þar sem leikarinn Vincent D'Onofrio leikur þybbinn mann sem sprellar aðeins með yfirmann sinn undir lokin. Leikarinn fer algjörlega á kostum í þessari mynd. Það vita það færri að þessi maður leikur nú einn mest pirrandi lögreglumann alheimsins í þáttunum Law and Order: Criminal intent (Lögfræði og röð: Glæpsamlegur ásetningur). Gaman af því.
Það minnir mig á það, homminn í Silence of the lambs (Lambaþögn), Ted Levine, sem heldur ungu dömunni í kjallaranum hjá sér leikur einmitt í dag aðallögreglumanninn í hinum stórkostlegu þáttum Monk (Monk) en áður reyndi hann fyrir sér sem trukkabílstjóri og rödd hans bregður fyrir í heimildamyndinni Joy Ride (Gleðireið), alveg óvænt og óplanað þar sem hann reynir að myrða nokkur ungmenni án þess að fatta að það var verið að taka alltsaman upp. Hann virðist vera að ná ferli sínum aftur á réttan kjöl eftir þá lægð.
Og meira: Nýlega fékk Reg E. Cathey tækifæri til að endurvekja frægðarsól sína eftir að hann sló eftirminnilega í gegn í myndinni Seven (Sjö) sem líkskoðari því hann lék yfirmann í hinni sjúklega ömurlegu mynd S.W.A.T. (R.U.S.L.) nú fyrir rúmu ári síðan. Eftir það hrannast á borð hans kvikmyndatilboðin og...
...ég nenni þessu ekki.
Það minnir mig á það, homminn í Silence of the lambs (Lambaþögn), Ted Levine, sem heldur ungu dömunni í kjallaranum hjá sér leikur einmitt í dag aðallögreglumanninn í hinum stórkostlegu þáttum Monk (Monk) en áður reyndi hann fyrir sér sem trukkabílstjóri og rödd hans bregður fyrir í heimildamyndinni Joy Ride (Gleðireið), alveg óvænt og óplanað þar sem hann reynir að myrða nokkur ungmenni án þess að fatta að það var verið að taka alltsaman upp. Hann virðist vera að ná ferli sínum aftur á réttan kjöl eftir þá lægð.
Og meira: Nýlega fékk Reg E. Cathey tækifæri til að endurvekja frægðarsól sína eftir að hann sló eftirminnilega í gegn í myndinni Seven (Sjö) sem líkskoðari því hann lék yfirmann í hinni sjúklega ömurlegu mynd S.W.A.T. (R.U.S.L.) nú fyrir rúmu ári síðan. Eftir það hrannast á borð hans kvikmyndatilboðin og...
...ég nenni þessu ekki.
þriðjudagur, 22. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag bauð ég á ebay 10 dollara í DVD útgáfuna af The Butterfly Effect sem ég sá fyrir ca fjórum mánuðum og varð gífurlega hrifinn af. Diskurinn er með feikimiklu magni af aukaefni sem ætti að halda mér ánægðum í amk 2 tíma.
Ef enginn býður hærra en ég næstu 4ra daga hef ég keypt mér þrjá DVD diska á aðeins tveimur vikum í gegnum ebay. Hinir tveir eru:
Memento: Næstbesta mynd sem ég hef séð á eftir Seven. Tvöfaldur diskur sem aðeins er gefinn út í takmörkuðu upplagi (sölutrikkið virkaði amk á mig).
The Cutting Edge: Moira Kelly eins og hún gerist best. Þetta er fyrsta dramamyndin sem ég kaupi á dvd og sennilega sú síðasta af því ég er náttúrulega svo mikið hörkutól.
Ef enginn býður hærra en ég næstu 4ra daga hef ég keypt mér þrjá DVD diska á aðeins tveimur vikum í gegnum ebay. Hinir tveir eru:
Memento: Næstbesta mynd sem ég hef séð á eftir Seven. Tvöfaldur diskur sem aðeins er gefinn út í takmörkuðu upplagi (sölutrikkið virkaði amk á mig).
The Cutting Edge: Moira Kelly eins og hún gerist best. Þetta er fyrsta dramamyndin sem ég kaupi á dvd og sennilega sú síðasta af því ég er náttúrulega svo mikið hörkutól.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi bútur er úr frétt á forsíðu fréttablaðsins í dag:
„Hitinn náði 20,3 gráðum í Reykjavík í gær, sem er mesti hiti í borginni í tvö ár.“
Ég hef aðeins eitt um þetta að segja: bwaaahahahahahahahaha!
„Hitinn náði 20,3 gráðum í Reykjavík í gær, sem er mesti hiti í borginni í tvö ár.“
Ég hef aðeins eitt um þetta að segja: bwaaahahahahahahahaha!
mánudagur, 21. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega gerði ég mér lítið fyrir og planaði einn dag í næsta mánuði. Það hefði ég ekki átt að gera. Áætlunin var að fara á Akureyri með Björgvini og Helga, bræðrum mínum en sá fyrrnefndi er í vaktavinnu og fær ekki helgarfrí á hverjum degi, hvað þá hverja helgi og því þessi umtalaða helgi sú eina lausa í langan tíma. Allavega, á körfuboltaæfingu í kvöld kom í ljós að ég mun, ef mætingin heldur áfram að vera svona döpur, spila með liði UÍA á landsmóti sem haldið er þetta árið. Hvenær skyldi það svo vera haldið? Ég leyfi glöggum lesendum að geta sér til. Hinir snarheimsku geta legið áfram í sullandi fáfræði.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var rétt að heyra fréttir á rás 2 þar sem sagt var frá fyrstu einkageimskutlunni sem fór í loftið fyrr í dag frá bandaríkjunum, landi hinna frjálsu og hugrökku. Sagði fréttamaðurinn að skutlan ferðaðist á þreföldum ljóshraða og gæti því ekki farið umhverfis jörðina vegna of mikils hraða.
Ég beið bara eftir því að fréttamaðurinn kláraði fréttina eitthvað á þessa leið "Geimskutlan mun þykjast vera fljúgandi furðuhlutur og brotlenda svo í mexíkó einhversstaðar í kringum 1950". Hann kláraði þó bara fréttina eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Skemmtilegt þegar fréttamenn mislesa fréttirnar. Meira svona!
Ég beið bara eftir því að fréttamaðurinn kláraði fréttina eitthvað á þessa leið "Geimskutlan mun þykjast vera fljúgandi furðuhlutur og brotlenda svo í mexíkó einhversstaðar í kringum 1950". Hann kláraði þó bara fréttina eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Skemmtilegt þegar fréttamenn mislesa fréttirnar. Meira svona!
sunnudagur, 20. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil gjarnan þakka öllum þeim sem skrá athugasemdir sínar og hugsanir í ummælakerfið sem undir hverri færslu hvílir. Án ykkar væri ekkert gaman að vera með svona vitleysingasíðu. Reyndar verður það eflaust gaman að skoða þessa síðu eftir 30-40 ár þegar ég er við það að deyja einn og yfirgefinn, hafandi ekkert nema minninguna um þessa síðu.
Allavega, ég vil gjarnan minna fólk á að eftir nákvæmlega viku rennur upp hinn magnaði 'skrifaðuígestabókinaeðaégkýliþigíandlitið' dagurinn sem haldinn er hátíðlegur á þessari síðu á hefðbundinn hátt. Þið getið byrjað að hita upp fyrir daginn með því að skrifa í gestabókina daglega.
Allavega, ég vil gjarnan minna fólk á að eftir nákvæmlega viku rennur upp hinn magnaði 'skrifaðuígestabókinaeðaégkýliþigíandlitið' dagurinn sem haldinn er hátíðlegur á þessari síðu á hefðbundinn hátt. Þið getið byrjað að hita upp fyrir daginn með því að skrifa í gestabókina daglega.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Upp á síðkastið hef ég verið að kljást við vandamál sem fylgir þessari tölvu. Vandamálið er mjög óvenjulegt, eins og vel flest í mínu lífi en ég virðist ekki getað séð nema helming allra stafa af sumum vefsíðum. Þannig get ég t.d. ekki verslað neitt af ebay þessa dagana og get ekki lesið mína eigin heimasíðu og nokkur önnur blogg. Til að gefa ykkur glögga mynd af vandamáli mínu tók ég mynd af síðunni minni eins og ég sé hana. Myndina er að finna hérna. Ég vona að þið sjáið þetta líka, því annars er ég með háalvarlega lesblindu.
Ég biðst því forláts ef eitthvað um uppsetninga- eða innsláttavillur leynist inn á milli færslna.
Annars er það af mér að frétta að ekkert hefur gerst utan þess að ég hef farið í sund núna þrjá daga í röð á milli þess sem ég hef verið að vinna frameftir við ýmist að lagfæra garð skattstofunnar eða að þrifa hana að innanverðu.
Ég biðst því forláts ef eitthvað um uppsetninga- eða innsláttavillur leynist inn á milli færslna.
Annars er það af mér að frétta að ekkert hefur gerst utan þess að ég hef farið í sund núna þrjá daga í röð á milli þess sem ég hef verið að vinna frameftir við ýmist að lagfæra garð skattstofunnar eða að þrifa hana að innanverðu.
laugardagur, 19. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kjölfar þess að ég hef ótrúlega lítinn tíma aflögu til að skrá niður hugsanir mínar á tölvutækt form, að ég nenni því ekki þegar ég hef tíma og að aðsóknin á síðuna hefur ekki verið svona lítil í háa herrans tíð, var ég að hugsa um að leggja síðunni að minnsta kosti þar til í haust þegar ég mun sitja alla daga með tölvuna í andlitinu (og hjartanu). Svo fór ég að hugsa, vil ég missa auglýsingasamningana sem fylgja þessari síðu (og ég fer mjög leynt með) og hvað verður um allt fólkið sem heldur sér frá áfengis- og dópbölinu með því að lesa þessa síðu?
Ég held því ótrauður áfram, vitandi að með hverjum degi sem ég skrifa eitthvað hérna er ég að bjarga mannslífum. Þakkir eru óþarfar en blómvendir eru vel þegnir.
Ég held því ótrauður áfram, vitandi að með hverjum degi sem ég skrifa eitthvað hérna er ég að bjarga mannslífum. Þakkir eru óþarfar en blómvendir eru vel þegnir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég var nýkominn hingað austur kom smá dauður tími í líf mitt þar sem mér gafst tími til að spá í lífið, tilveruna og tilganginn. Einnig gat ég fiktað í tölvunni við að gera tölvugerðar myndir af sjálfum mér. Afraksturinn eru þrjár myndir sem ég ætla að leyfa ykkur, gestir góðir, að velja úr hver er líkust mér. Hér eru myndirnar og fyrir neðan þær er könnunin. Allir sem vettlingi geta valdið, takið þátt.
Mynd númer eitt. South Park.
Mynd númer tvö. Gerð í teiknimyndaforriti.
Mynd númer þrjú. Gerð í andlitsforriti.
Smellið hér til að greiða atkvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði mun birtast annað slagið uppi í hægra horni.
Mynd númer eitt. South Park.
Mynd númer tvö. Gerð í teiknimyndaforriti.
Mynd númer þrjú. Gerð í andlitsforriti.
Smellið hér til að greiða atkvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði mun birtast annað slagið uppi í hægra horni.
föstudagur, 18. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að lenda í Helgafellinu eftir býsna öflugan dag. Eftir vinnu fór ég að vinna, tók mér svo smá pásu frá garðyrkjunni og skrapp í sund sem ég svo hætti skyndilega til að fá mér pylsu og aftur að vinna. Eftir einhvern tíma við að ræsta skattstofuna var hóað í mig í körfubolta með Gylfa, Davíð og Guðna. Að sjálfsögðu stökk ég frá öllu á skattinum til að fara í körfu. Eftir rúma tvo tíma af körfu ákvað ég bara að fljúga heim.
Til hamingju með afmælið Kristján Orri, glæsilegur árangur! Afsakaðu að ég lét ekki sjá mig í teitinu, ég var bara fárveikur heima í kvöld. Shit, hann trúir þessu aldrei.
Til hamingju með afmælið Kristján Orri, glæsilegur árangur! Afsakaðu að ég lét ekki sjá mig í teitinu, ég var bara fárveikur heima í kvöld. Shit, hann trúir þessu aldrei.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Að hugsa með sér, 17. júní liðinn og aðeins þrír dagar í sumarsólstöður. Eftir það fer sólinn að hverfa smámsaman og þunglyndið færist yfir. Ég er þó talsvert forsjáll því ég verð alltaf þunglyndur í kringum sumarsólstöður því þessi tími minnir mig alltaf á að ég er að falla á tíma með það sem ég ætlaði mér að gera um sumarið.
Svo minnir þetta mig auðvitað líka á að ég á bráðum afmæli sem minnir mig aftur á að ég er að falla á tíma með það sem ég ætlaði mér að gera um ævina.
Svo minnir þetta mig auðvitað líka á að ég á bráðum afmæli sem minnir mig aftur á að ég er að falla á tíma með það sem ég ætlaði mér að gera um ævina.
fimmtudagur, 17. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef lært það af reynslu síðustu þriggja ára að það er ómögulegt að komast upp með að vera nískur í kaupum á stafrænni myndavél því heppnisstuðullinn í þeim málum er enginn.
Næst ætla ég því að eyða því sem samsvarar einum sjöunda af mánaðarlaunum í stafræna myndavél og hætta þessar nísku.
Næst ætla ég því að eyða því sem samsvarar einum sjöunda af mánaðarlaunum í stafræna myndavél og hætta þessar nísku.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega hófu tveir ungir herramenn þá göfugu iðju að skrá niður hugsanir sínar á alnetið. Sá fyrri heitir Guggur en hann var áður í bloggsveit Tunguvegs 18, þar sem ég einmitt bjó áður. Ég vona að sólóferill hans muni blómstra. Sá síðari er Guðni og er einmitt að leigja með mér þetta sumarið ásamt vænri summu af góðum piltum. Allavega, báðir eru skemmtilegir pennar með áhugavert viðhorf á lífið.
Hér er dagbók Guggs, eða Stuðmunds eins og hann kýs að kalla sig þegar hann er undir áhrifum.
Hér er dagbók hins sallarólega Guðna.
Hér er dagbók Guggs, eða Stuðmunds eins og hann kýs að kalla sig þegar hann er undir áhrifum.
Hér er dagbók hins sallarólega Guðna.
miðvikudagur, 16. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi dagur er eins og flestir síðustu dagar nema kannski eilítið meira negldur niður. Hér er dagskrá dagsins:
08:00 Vinna á skattstofunni.
16:00 Vinna í skattstofugarðinum (gæti skeikað hálftíma).
19:15 Lyfta og vonandi smá sund.
20:30 Körfuboltaæfing.
22:00 Fordrykkja.
00:00 Ballför.
Það er fátt meira andlega fullnægjandi en að vera með vel skipulagðan dag fyrir framan sig.
08:00 Vinna á skattstofunni.
16:00 Vinna í skattstofugarðinum (gæti skeikað hálftíma).
19:15 Lyfta og vonandi smá sund.
20:30 Körfuboltaæfing.
22:00 Fordrykkja.
00:00 Ballför.
Það er fátt meira andlega fullnægjandi en að vera með vel skipulagðan dag fyrir framan sig.
þriðjudagur, 15. júní 2004
mánudagur, 14. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Smá sálusala hjá mér, hér kemur auglýsing:
Eitt stykki af miða á tónleika Deep Purple sem fram fara 24. júní næstkomandi í Reykjavík er til sölu. Miðinn gefur aðgang að stæði og selst á bilinu 5.000 - 6.000 krónur. Áhugasamir hafi samband hér eða á tölvupóstinn farmer@simnet.is.
Eitt stykki af miða á tónleika Deep Purple sem fram fara 24. júní næstkomandi í Reykjavík er til sölu. Miðinn gefur aðgang að stæði og selst á bilinu 5.000 - 6.000 krónur. Áhugasamir hafi samband hér eða á tölvupóstinn farmer@simnet.is.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef ég kann að telja rétt þá sýnist mér ég vera búinn að blogga fimm sinnum í dag, að þessari færslu meðtalinni sem er býsna góður árangur miðað við lítinn sveitastrák úr Trékyllisvík sem þurfti að ganga með innlegg í skónum sínum þegar hann var yngri til að berjast við að verða ekki útskeifur.
Ég var við það að ganga skrefið til fulls og blogga hundrað og einu sinni á einum sólarhring og bæta þarmeð hundrað-á-dag bloggmetið sem einhver sjúkari en ég gerði þegar ég las síðustu færslu mína og mundi að það borgar sig ekki að reyna.
Ég var við það að ganga skrefið til fulls og blogga hundrað og einu sinni á einum sólarhring og bæta þarmeð hundrað-á-dag bloggmetið sem einhver sjúkari en ég gerði þegar ég las síðustu færslu mína og mundi að það borgar sig ekki að reyna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það lítur út fyrir að ég hafi ekki komist inn á forsetalista viðskiptabrautarinnar á vorönn þrátt fyrir meteinkunn mína. Það munaði 0,4 í meðaleinkunn sem mér finnst býsna skítt. Fyrir áhugafólk þá er forsetalistinn listi yfir fólk sem fær skólagjöld endurgreidd vegna hárra einkunna.
Hvaða lærdóm má draga af þessu? Ekki reyna og ekki gera þér vonir.
Hvaða lærdóm má draga af þessu? Ekki reyna og ekki gera þér vonir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér var að berast ný frétt. Nick Cave, Íslandstónleikahaldarinn mikli, mun ekki gefa út einfalda plötu í nánustu framtíð heldur tvöfalda enda ekki um einfaldan mann að ræða heldur margslunginn og tvöfaldan ef ekki meira. Þetta þýðir aðeins eitt; ég verð hamingjusamur í nánustu framtíð.
Ef þú lest þetta Nick Cave; Ég held með þér.
Ef þú lest þetta Nick Cave; Ég held með þér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Árni Jóhann Oddsson er fundinn. Hann hefur, samkvæmt rannsóknarliði veftímaritsins við rætur hugans, breytt nafni sínu í Zlatan Ibrahimovich og flutt sig um set til Svíþjóðar en hann spilar einmitt með landsliði Svía í fótbolta í Portúgal um þessar mundir þar sem evrópukeppnin stendur sem lægst.
Hér er mynd af honum rétt eftir að hann bætti heimsmetið, að eigin sögn, í að ganga frá boltum eftir æfingu Ajax.
Hér er mynd af honum rétt eftir að hann bætti heimsmetið, að eigin sögn, í að ganga frá boltum eftir æfingu Ajax.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki búinn að standa í blandaraæðinu í meira en sólarhring þegar ég hef búið til mína eigin heilsuuppskrift. Heilsuuppskriftin mín er merkilegt fyrir þær sakir að hún er gríðarlega bragðgóð og ekkert holl. Hún er eftirfarandi:
Súkkulaðibananaléttmjólkurhristingur Finns©
Slatti af súkkulaðiís.
Slatti af léttmjólk.
Hálfur banani.
Þessu skal blandað saman í blandara þangað til þetta er orðið drykkjarhæft.
Súkkulaðibananaléttmjólkurhristingur Finns©
Slatti af súkkulaðiís.
Slatti af léttmjólk.
Hálfur banani.
Þessu skal blandað saman í blandara þangað til þetta er orðið drykkjarhæft.
sunnudagur, 13. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það hefur örlað á því að fólk sé ekki að vita að lagið 'Fell in love with a boy' sé endurgerð White Stripes lagsins 'Fell in love with a girl', sem er mun betra og í raun skammarlegt að þetta lag skuli hafa verið endurgert. Til að undirstrika og leggja sönnur á mál mitt býð ég hérmeð gestum og vafrandi upp á lagið 'Fell in love with a girl' með White stripes.
Hægri smellið hér og veljið 'save as...' eða vinstri smellið og bíðið í ögurstund, eitt korn af tímans endalausa akri.
Hægri smellið hér og veljið 'save as...' eða vinstri smellið og bíðið í ögurstund, eitt korn af tímans endalausa akri.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins er komið að því. Dagurinn sem allir karlmenn heimsins hafa beðið eftir. Þessi stund markar tímamót, svo ekki sé meira sagt. Margir hafa talið niður á netinu að þessum degi, aðrir hafa reynt að gleyma þessu svo tíminn geti liðið hraðar. Nú getum við hætt að bíða og vona.
Mary Kate og Ashley Olsen, öðru nafni Olsen tvíburarnir eru orðnir 18 ára!
Mary Kate og Ashley Olsen, öðru nafni Olsen tvíburarnir eru orðnir 18 ára!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fór ég á sýninguna Austurland 2004 sem hefur verið auglýst gríðarlega mikið á öldum ljósvakans síðustu vikur. Á sýningunni var hörkufjör eins og við var að búast þar sem ég hitti m.a. Hörpu Vilbergs, sem ég hafði ekki séð í næstum ár.
Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega. Ég fékk líka uppskriftarblað að skyrréttum sem hægt er að matreiða með einföldum blandara. Að sjálfsögðu verslaði ég mér inn talsvert af ávöxtum og skyri, fékk blandara hjá Gylfa og blanda núna allt sem ég læt ofan í mig. Þetta er semsagt upphafs gríðarlegs heilsuátaks. Þá vantar bara einhvern sem hefur áhuga á hreyfingu, körfubolta eða skokki því ekki nenni ég að standa í því einn.
Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega. Ég fékk líka uppskriftarblað að skyrréttum sem hægt er að matreiða með einföldum blandara. Að sjálfsögðu verslaði ég mér inn talsvert af ávöxtum og skyri, fékk blandara hjá Gylfa og blanda núna allt sem ég læt ofan í mig. Þetta er semsagt upphafs gríðarlegs heilsuátaks. Þá vantar bara einhvern sem hefur áhuga á hreyfingu, körfubolta eða skokki því ekki nenni ég að standa í því einn.
laugardagur, 12. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég eyddi mestmegninu af deginum í að skrapa stétt skattstofunnar, skola stéttina og vökva garðinn. Um leið og ég settist í bílinn eftir langan vinnudag byrjaði að rigna. Og ekki rigna svona venjulega eins og á Íslandi heldur meira bíómyndarigning, eins og í Seven.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Starsailor, ein af skemmtilegustu hljómsveitum samtímans, hélt tónleika fyrir auma þúsund manns í gærkvöldi í Reykjavík eins og þessar myndir sýna. Ég vissi ekki af þeim fyrr en á fimmtudaginn og hefði gjarnan vilja komast á þá, ef ekki væri fyrir eitt mesta peningaleysi sem elstu menn muna. Ég dó þó ekki ráðalaus því ég vann til klukkan tíu í gærkvöldi og gerði svo alls ekki neitt eftir það. Ég lifi á brúninni.
föstudagur, 11. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Vissuð þið að hlutverk Jim Carrey í the Cable Guy var upprunalega skrifað fyrir Chris Farley? Því lengur sem ég hugsa um það og spái í hverja senu með Chris Farley í huga, því nær er ég þeirri niðurstöðu að myndin hefði verið mun áhrifameiri með Farley í þessu hlutverki og að Jim Carrey passar engan veginn í þetta hlutverk þó hann fari snilldarlega með það.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi færsla er rituð í smá pásu í vinnunni. Þá hef ég bloggað á sjö stöðum um ævina:
Í Brekkubrún.
Í Tjarnarlöndum þar sem ég bjó.
Í Bjarkahlíð þar sem ég bjó.
Á Tunguvegi 18 þar sem ég bjó.
Á Helgafelli þar sem ég bý.
Í Háskóla Reykjavíkur.
og nú á núverandi vinnustað.
Afbrigðilegasti staðurinn til að blogga á hlýtur að teljast í kennslustund í upplýsingatækni þar sem allt var fullt af fólki og erfitt að komast upp með það, sem mér reyndar tókst. Einnig var það býsna djarft af mér að blogga á bókasafni Háskóla Reykjavíkur, reynandi að hafa lágt við tölvuna á meðan á bloggi stóð sem gekk illa. Bókasafnsvörðurinn vísaði mér að lokum út þegar upp komst um athæfið.
Í Brekkubrún.
Í Tjarnarlöndum þar sem ég bjó.
Í Bjarkahlíð þar sem ég bjó.
Á Tunguvegi 18 þar sem ég bjó.
Á Helgafelli þar sem ég bý.
Í Háskóla Reykjavíkur.
og nú á núverandi vinnustað.
Afbrigðilegasti staðurinn til að blogga á hlýtur að teljast í kennslustund í upplýsingatækni þar sem allt var fullt af fólki og erfitt að komast upp með það, sem mér reyndar tókst. Einnig var það býsna djarft af mér að blogga á bókasafni Háskóla Reykjavíkur, reynandi að hafa lágt við tölvuna á meðan á bloggi stóð sem gekk illa. Bókasafnsvörðurinn vísaði mér að lokum út þegar upp komst um athæfið.
fimmtudagur, 10. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi færsla mín komst í tímaritið Austurglugginn sem kom út í dag. Þetta er þá í annað skiptið sem ég kemst í þennan dálk sem kenndur er við bloggsíður austfirðinga. Hver er það hjá Austurglugganum sem er að skoða síðuna mína? Og ef þú ert að lesa, af hverju í ósköpunum valdiru þessar færslur, sem báðar einkennast af andlegri lægð minni og ritstíflu?
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tek undir hjá Eyrúni A, af hverju fyllir maður í svona vitleysu, hvað þá birtir þetta á síðunni fyrir allan heiminn að sjá?
Það grátlega er að þetta er grunsamlega nákvæmt.
Það grátlega er að þetta er grunsamlega nákvæmt.
miðvikudagur, 9. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að fjórförum vikunnar. Að þessu sinni eru þeir bara tveir en í staðinn eru þeir algjörlega nákvæmlega eins.
Thomas Cavanagh úr þáttunum Ed.
Tony Blair úr nasistastjórn George W. Bush.
Ef einhverjum dettur í hug fleiri sem líkjast þeim, látið vita í ummælunum.
Thomas Cavanagh úr þáttunum Ed.
Tony Blair úr nasistastjórn George W. Bush.
Ef einhverjum dettur í hug fleiri sem líkjast þeim, látið vita í ummælunum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag bárust mér hvorki meira né minna en 40 pakkar af körfuboltamyndum frá 1989, hver með 15 spjöldum. Herlegheitin keypti ég á netinu fyrir umtalsverða fúlgu til endursölu sem ég mun koma að síðar. Á verðið bættist við sendingarkostnaður eins og búast mátti við og tollur sem var um 130% af verði pakkanna. Magnaður þessi tollur.
Spjöldin er gríðarlega sjaldgæf og voru orðin það strax árið 1993 þegar körfuboltaspjaldaæðið gekk sem hæst. Ég vonast með þessu athæfi mínu til þess að græða örlítinn pening (og þarmeð greiða niður örsmáan hluta skulda) en það má fólk sem vill kaupa pakkana ekki heyra. Íslendingar hugsa víst þannig að ef seljandinn græðir á sölunni þá borgar sig ekki að versla vöruna. Sennilega eitthvað tengt því að íslendingar mega ekki vita af einhverjum sem stendur sig betur í einhverju en þeir.
Allavega, meira um spjaldasöluna síðar.
Spjöldin er gríðarlega sjaldgæf og voru orðin það strax árið 1993 þegar körfuboltaspjaldaæðið gekk sem hæst. Ég vonast með þessu athæfi mínu til þess að græða örlítinn pening (og þarmeð greiða niður örsmáan hluta skulda) en það má fólk sem vill kaupa pakkana ekki heyra. Íslendingar hugsa víst þannig að ef seljandinn græðir á sölunni þá borgar sig ekki að versla vöruna. Sennilega eitthvað tengt því að íslendingar mega ekki vita af einhverjum sem stendur sig betur í einhverju en þeir.
Allavega, meira um spjaldasöluna síðar.
þriðjudagur, 8. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Dagurinn hefur verið helst til of uppfullur af ævintýrum fyrir mig að höndla. Óvíst er hvort lesendur þoli að slík spenna sé rituð fyrir þá en ég læt samt vaða. Þið hafið verið vöruð við.
Dagurinn byrjaði á vinnu frá 8:00 til 15:50 við gerð árangursstjórnunar á skattstofunni. Þá tók við að mosatæta restina af skattstofugarðinum, hlustandi á dægurmálaútvarp rásar 2. Þegar því var lokið rúmlega 140 mínútum síðar horfði ég á hálfan þátt af The OC og þaðan beint á fótboltaæfingu þristarins sem stóð í góðar 140 mínútur. Eftir smá skutl í hraðbúðina smurði ég mér samloku, át hana og fór í sturtu.
Allan þennan tíma hef ég verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt til að blogga um, án árangurs.
Dagurinn byrjaði á vinnu frá 8:00 til 15:50 við gerð árangursstjórnunar á skattstofunni. Þá tók við að mosatæta restina af skattstofugarðinum, hlustandi á dægurmálaútvarp rásar 2. Þegar því var lokið rúmlega 140 mínútum síðar horfði ég á hálfan þátt af The OC og þaðan beint á fótboltaæfingu þristarins sem stóð í góðar 140 mínútur. Eftir smá skutl í hraðbúðina smurði ég mér samloku, át hana og fór í sturtu.
Allan þennan tíma hef ég verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt til að blogga um, án árangurs.
mánudagur, 7. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Harry Potter finnst gott að leika sér á víbrandi kústskaftinu.
Á laugardagskvöldið sá ég stórmyndina Harry Potter and the Prisoner of Azkaban eða Harry Potter og fanginn frá Azkaban og fjallar myndin um Harry Potter og fangann frá Azkaban.
Þetta var á sjálfan heimsfrumsýningardag og fórum við Helgi bróðir á 23:00 sýningu í nánast fullum sal. Óþarfi að segja að ég var ca 1,4 sinnum eldri en næsta manneskja á sýningunni.
Þetta er þriðja myndin um þennan djöfladreng sem notast við galdra til að sigrast á saklausum óvinum sínum. Að þessu sinni er fangi frá Azkaban fangelsinu sem ætlar að myrða Harry. Notast er við nýjustu tækni í svifkústum og annað slíkt eins og hinum myndunum tveimur. Gaman að sjá líka hvernig krakkarnir eru farnir að eldast og eins og allir bretar, farnir að stökkbreytast frá sætum krökkum yfir í afmyndaða breta.
Ég hef lesið þessa bók og mig minnir að hún sé mjög svipuð myndinni þó að ýmsum smáatriðum er sleppt, eins og þessu quiddich rugli öllu. Merkilega góð afþreying. Mæli með henni fyrir aldurshópinn 12 til 20 ára og svo 25 ára smákrakka.
Þrjár stjörnur af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að halda upp á að vera ekki lengur með tannpínu, hafa borgað rúmlega 15.000 krónur fyrir að vera ekki lengur með hana og um leið lýsa yfir gjaldþroti held ég upp á alltsaman með því að versla kók, súkkulaði og kúlur með visa kortinu. Svo vona ég bara að ég verði ekki svona óheppinn aftur.
sunnudagur, 6. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og áður segir er ég nýkominn frá Reykjavík en þangað fór ég á föstudaginn akandi með pabba. Ég gerði að leik mínum að telja alla bílana sem við mættum. Hér er tölfræðin:
Við mættum 2.590 bílum.
Þar af voru 2.490 flutningsbílar.
Þar af töfðu 2.490 umferðina með silalegum akstri og með því að hleypa fólki ekki framúr.
Við fórum framúr 6 bílnum. Þar af 5 flutningsbílnum. Við vorum bakvið hvern flutningsbíl að meðaltali í 70 mínútur að reyna að komast framúr.
Þarmeð hafa allir flutningabílastjórar komist á hitlistann minn en hann inniheldur héreftir eftirfarandi manneskjur:
George W. Bush.
Þeir sem kosið hafa George W. Bush.
Konan sem dirfðist að endurútgefa "Fell in love with a boy".
Fíflið sem hannaði seðlaskiptinn.
Maðurinn sem stal Toyotunni minni um árið og komst upp með það.
Flutningabílstjórar
Við mættum 2.590 bílum.
Þar af voru 2.490 flutningsbílar.
Þar af töfðu 2.490 umferðina með silalegum akstri og með því að hleypa fólki ekki framúr.
Við fórum framúr 6 bílnum. Þar af 5 flutningsbílnum. Við vorum bakvið hvern flutningsbíl að meðaltali í 70 mínútur að reyna að komast framúr.
Þarmeð hafa allir flutningabílastjórar komist á hitlistann minn en hann inniheldur héreftir eftirfarandi manneskjur:
George W. Bush.
Þeir sem kosið hafa George W. Bush.
Konan sem dirfðist að endurútgefa "Fell in love with a boy".
Fíflið sem hannaði seðlaskiptinn.
Maðurinn sem stal Toyotunni minni um árið og komst upp með það.
Flutningabílstjórar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tilkynni hérmeð komu mína frá Reykjavík.
Þar hitti ég frænda minn Kristján Frey í fyrsta sinn. Einnig voru þar staddir foreldrar hans, Styrmir bróðir og Lourdes. Ég tók eitthvað af myndum sem munu vonandi birtast hér innan tíðar.
Slík var hrifning mín af Kristjáni frænda að ég ákvað að eignast barn með minni heittelskuðu. Það fékk ég mér ca þremur korterum síðar í hagkaup þegar ég keypti mér Mustek gSmart D50 Finnsdóttir stafræna myndavél. Þetta er fyrsta barn okkar Medion Gunnarsson, kærustu minnar en við plönum að eignast ekki nýtt barn fyrr en þetta er komið á fullorðinsaldur og tilbúið til endursölu.
Þar hitti ég frænda minn Kristján Frey í fyrsta sinn. Einnig voru þar staddir foreldrar hans, Styrmir bróðir og Lourdes. Ég tók eitthvað af myndum sem munu vonandi birtast hér innan tíðar.
Slík var hrifning mín af Kristjáni frænda að ég ákvað að eignast barn með minni heittelskuðu. Það fékk ég mér ca þremur korterum síðar í hagkaup þegar ég keypti mér Mustek gSmart D50 Finnsdóttir stafræna myndavél. Þetta er fyrsta barn okkar Medion Gunnarsson, kærustu minnar en við plönum að eignast ekki nýtt barn fyrr en þetta er komið á fullorðinsaldur og tilbúið til endursölu.
fimmtudagur, 3. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að fylla upp í tveggja-pósta-á-dag regluna kemur hér gagnslaus upplýsing um myndina The Cable Guy.
Vissuð þið að í körfuboltasenunni í the cable guy þóttist Jim Carrey drippla boltanum og körfuboltanum var svo bætt inn síðar í tölvu, vegna þess að Jim Carrey er fullkomlega ömurlegur körfuboltaleikmaður?
Ef ekki þá vitið þið það núna, skepnurnar ykkar.
Vissuð þið að í körfuboltasenunni í the cable guy þóttist Jim Carrey drippla boltanum og körfuboltanum var svo bætt inn síðar í tölvu, vegna þess að Jim Carrey er fullkomlega ömurlegur körfuboltaleikmaður?
Ef ekki þá vitið þið það núna, skepnurnar ykkar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld vann ég til 21:30 eða þangað til hnéin gáfu sig, við mosareitingu í skattstofugarðinum. Þegar raka átti svo saman mosanum hafði ég eitthvað misreiknað mig og mosi í amk 20-30 poka var niðurstaðan. Ég henti því frá mér hrífunni og hefði eflaust fengið mér að reykja ef ég stundaði þann viðbjóðslega og ósmekklega sið.
Allavega, 13 tíma vinnudegi lokið og ég peningalega hamingjusamur ef ekki væri fyrir að LÍN greiddi mér rúmlega 70 þúsund krónum minna út en ég bjóst við og þeir höfðu lofað. Það er allt í lagi, VISA heldur lífi í mér og frábær þjónusta landsbankans (engin kaldhæðni).
Á morgun fer ég keyrandi með pabba til Reykjavíkur þar sem ég hyggst verja helginni. Ástæðan er sú að þar dvelur nú bróðir minn, Styrmir, með konu sinni, Lourdes, og barni, Kristjáni Frey. Þar sem ég hef aldrei séð frænda minn í persónu fannst mér hentugt að kíkja á hann þrátt fyrir augljóst peningaleysi.
Ef ég skrifa ekkert á sunnudaginn hef ég að öllum líkindum farist í hræðilegu flugslysi.
Allavega, 13 tíma vinnudegi lokið og ég peningalega hamingjusamur ef ekki væri fyrir að LÍN greiddi mér rúmlega 70 þúsund krónum minna út en ég bjóst við og þeir höfðu lofað. Það er allt í lagi, VISA heldur lífi í mér og frábær þjónusta landsbankans (engin kaldhæðni).
Á morgun fer ég keyrandi með pabba til Reykjavíkur þar sem ég hyggst verja helginni. Ástæðan er sú að þar dvelur nú bróðir minn, Styrmir, með konu sinni, Lourdes, og barni, Kristjáni Frey. Þar sem ég hef aldrei séð frænda minn í persónu fannst mér hentugt að kíkja á hann þrátt fyrir augljóst peningaleysi.
Ef ég skrifa ekkert á sunnudaginn hef ég að öllum líkindum farist í hræðilegu flugslysi.
miðvikudagur, 2. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Frá og með deginum í dag ek ég á skítugasta bíl jarðarinnar. Í gegnum árin hef ég unnið hörðum höndum að því að þvo aldrei bílinn minn. Núna, fyrir tilstilli smá rigningar og þeirri staðreynd að ég bý í ómalbikaðri götu, get ég stoltur sagst eiga þann allra drullugasta af þeim öllum. Ég myndi birta ljósmynd af herlegheitunum ef ég væri með myndavél og geð í mér til að taka mynd.
þriðjudagur, 1. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fjórfarar vikunnar eru að þessu sinni allir góðir í að koma fyrir sig orði eða körfubolta. Þeir eru eftirfarandi:
Davíð Freyr, körfuknattleiksmaður, kokkur og fyrrverandi sölumaður.
Derek Anderson, NBA körfuknattleiksmaður og YMCA áhugamaður.
Pharrell Williams, söngvari N.E.R.D. og áhugamaður um skylmingar.
Kermit froskur, þáttastjórnandi, leikari og athafnafroskur.
Þetta er alls ekkert persónulegt, bara verulega lélegt spaug. Ekki laust við að metnaður minn við gerð fjórfaranna sé farinn út um þúfur.
Davíð Freyr, körfuknattleiksmaður, kokkur og fyrrverandi sölumaður.
Derek Anderson, NBA körfuknattleiksmaður og YMCA áhugamaður.
Pharrell Williams, söngvari N.E.R.D. og áhugamaður um skylmingar.
Kermit froskur, þáttastjórnandi, leikari og athafnafroskur.
Þetta er alls ekkert persónulegt, bara verulega lélegt spaug. Ekki laust við að metnaður minn við gerð fjórfaranna sé farinn út um þúfur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ekki margt í mínu lífi sem ég get verið stoltur af. Ég er þó nokkuð stoltur af meðaleinkunn minni í háskólanum á vorönn (8,2) eins og glöggir lesendur veftímaritsins hafa tekið eftir. Ég hef ítrekað bent fólki á þessa einkunn mína og undantekningalaust virðist það mjög óspennt, rétt eins og það hafi búist við þessu sem það svo segist hafa gert. Nú er mér spurn, hvað í ósköpunum í fari mínu bendir til þess að ég eigi að fá svona einkunn? Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíman getað komið vel fyrir, hvorki í orði né í mynd. Ég er ekki skýrmæltur, hef aldrei ritað neitt merkilegt, ekki sérstaklega snyrtilegur. Það er spurning hvort fólk dansaði ekki í kringum mig ef ég væri lágvaxinn, feitur og ljóshærður.
Ég er því að hugsa um að eyða ekki 16 tímum á dag í skólanum á næstu önn, reyna að græða saman samkvæmislíf mitt eftir að hafa skorið á það og kolfalla í öllu, bara til að sjá einhver viðbrögð hjá fólki.
Ég er því að hugsa um að eyða ekki 16 tímum á dag í skólanum á næstu önn, reyna að græða saman samkvæmislíf mitt eftir að hafa skorið á það og kolfalla í öllu, bara til að sjá einhver viðbrögð hjá fólki.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)