fimmtudagur, 24. júní 2004

Eftir körfuboltaæfingu í gær komst ég að stórkostlegum hæfileika mínum sem hefur verið leitað að allt frá fæðingu minni. Sá hæfileiki felur í sér að það er sama hversu mikið ég svitna, ég lykta aldrei af táfýlu. Til sönnunar fór ég úr íþróttaskónum, sem ég hef átt núna í ca sex mánuði og notað reglulega auk þess sem ég hafði nýlega verið búinn að nota þá og svitnað óþarflega mikið, og lyktaði hressilega úr þeim. Það var eins og mig grunaði; ekki vottur af óþef heldur ennþá þessi nýja lykt sem fylgir skóm. Ég gekk skrefi lengra í að finna sannanir fyrir þessu með því að lykta upp úr útiskóm sem ég hef notað daglega í rúm fjögur ár og eru orðnir verulega truflandi í útliti. Engin lykt þar heldur. Viðstaddir fengu einnig að lykta og tóku undir niðurstöðurnar.

Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég get nýtt mér þessa gjöf mína mér til framdráttar og jafnvel til að hjálpa fátækum og þurfandi. Tillögur um nýtingu eru vel þegnar. Teikningar af hugmyndum varðandi búning Vantáfýlumannsins eru jafnvel enn betur þegnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.