mánudagur, 21. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega gerði ég mér lítið fyrir og planaði einn dag í næsta mánuði. Það hefði ég ekki átt að gera. Áætlunin var að fara á Akureyri með Björgvini og Helga, bræðrum mínum en sá fyrrnefndi er í vaktavinnu og fær ekki helgarfrí á hverjum degi, hvað þá hverja helgi og því þessi umtalaða helgi sú eina lausa í langan tíma. Allavega, á körfuboltaæfingu í kvöld kom í ljós að ég mun, ef mætingin heldur áfram að vera svona döpur, spila með liði UÍA á landsmóti sem haldið er þetta árið. Hvenær skyldi það svo vera haldið? Ég leyfi glöggum lesendum að geta sér til. Hinir snarheimsku geta legið áfram í sullandi fáfræði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.