sunnudagur, 27. júní 2004

Merkilegt með hann Bubba. Hann getur samið flott lög, flotta texta og meira að segja munað textana. Hann getur opnað sjálfan sig fyrir framan alþjóð og sagst elska hitt og þetta um leið og hann getur munað endalaust af boxaranöfnum, sem og vitað talsvert um þá íþrótt ef íþrótt skyldi kalla. En hann getur engan veginn lært að það á að segja 'ég vil' en ekki 'ég vill' eins og heyrist í nýjasta laginu hans, 'Þessi fallegi dagur' en þar segir orðrétt:

Veit ekki hvað vakti mig
VILL vaka um stund


Ég vona að enginn hafi breytt málfari sínu eftir að hafa heyrt þetta lag hans, sem er býsna gott að þessu frátöldu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.