miðvikudagur, 30. júní 2004

Í ljósi þess að ég fékk ofsaháan VISA reikning í hausinn í gær og að ég er á leið í klippingu á morgun hefst hérmeð sumarleikur veftímaritsins.

Hann felur í sér að fá sem flesta til að heita á mig 1.000 krónum fyrir að krúnuraka mig á morgun. Ef næg þátttaka næst mun ég láta verða af því að krúnuraka mig, borga VISA reikninginn, hætta í vinnunni, staðgreiða íbúð í Reykjavík og kaupa mér minn eigin strætó (með bílstjóra).

Svo verður dregið úr þeim sem hétu á mig og ein(n) heppin(n) fær óáritaðan bjúgverpil, frá veftímartinu, til afnota í sex mánuði.

Tekið er á móti áheitum hér að neðan.

ATH. ef ekki nást nægilega mörg áheit áskilur veftímaritið sér réttinn til þess að hirða áheitin án þess að láta verða af því að krúnuraka ritstjórann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.