föstudagur, 11. júní 2004

Þessi færsla er rituð í smá pásu í vinnunni. Þá hef ég bloggað á sjö stöðum um ævina:

Í Brekkubrún.
Í Tjarnarlöndum þar sem ég bjó.
Í Bjarkahlíð þar sem ég bjó.
Á Tunguvegi 18 þar sem ég bjó.
Á Helgafelli þar sem ég bý.
Í Háskóla Reykjavíkur.
og nú á núverandi vinnustað.

Afbrigðilegasti staðurinn til að blogga á hlýtur að teljast í kennslustund í upplýsingatækni þar sem allt var fullt af fólki og erfitt að komast upp með það, sem mér reyndar tókst. Einnig var það býsna djarft af mér að blogga á bókasafni Háskóla Reykjavíkur, reynandi að hafa lágt við tölvuna á meðan á bloggi stóð sem gekk illa. Bókasafnsvörðurinn vísaði mér að lokum út þegar upp komst um athæfið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.