laugardagur, 26. júní 2004

Í gærkvöldi fór ég á skyndikörfuboltaæfingu sem boðuð var af Gylfa grallara. Þar voru mætt allskonar kvikindi og fór körfuboltinn prúðlega fram. Nóg um það.

Allavega, nýlega frétti ég af svokallaðri Jazzhátíð hérna á Egilsstöðum sem væri í gangi og það í 17. skipti. Ég sem hélt að ég væri eini Utah Jazz aðdáandi á héraði fylltist lotningu og endurheimti trú mína á mannkynið, amk Egilsstaðakynið. Ég klæddi mig því upp í Jazz stuttbuxur, körfuboltavesti, derhúfu og jafnvel nærbuxur, lét mála mig í framan með Jazz litunum og slagorðinu 'Go Jazz!' á ennið og dreif mig á staðinn. Stemningin var helst til of léleg, aðeins var spiluð einhverskonar tónlist og fólk sat bara og hlustaði í stað þess að spjalla saman um þetta stórkostlega lið, jafnvel taka á móti Utah Jazz leikmönnum ef svo bæri undir. Eftir rúmlega klukkutíma setu fékk ég nóg, stóð upp og öskraði yfir mannskapinn ókvæðisorðum, að þetta væru ekki alvöru aðdáendur sem þarna voru komnir. Að því loknu strunsaði ég út og keyrði í burtu á Utah Jazz skreytta bílnum mínum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.