Ég er ekki búinn að standa í blandaraæðinu í meira en sólarhring þegar ég hef búið til mína eigin heilsuuppskrift. Heilsuuppskriftin mín er merkilegt fyrir þær sakir að hún er gríðarlega bragðgóð og ekkert holl. Hún er eftirfarandi:
Súkkulaðibananaléttmjólkurhristingur Finns©
Slatti af súkkulaðiís.
Slatti af léttmjólk.
Hálfur banani.
Þessu skal blandað saman í blandara þangað til þetta er orðið drykkjarhæft.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.