miðvikudagur, 23. júní 2004

Ekki alls fyrir löngu lét ég raka af mér öll hár í andliti, utan augabrúna, augnhára og geðveikislegra barta sem ég virðist vera kominn með, alveg óvart. Þegar þeim ósköpum var lokið fór ég að spá í að minnka eitthvað við hárið sem er ofan á höfðinu á mér, jafnvel ganga svo langt að taka það allt af. Þessa hugmynd greip veðurfréttamaður veftímaritsins við rætur hugans á lofti og hafði samband við tæknideild sem hafði samband við tölvudeild. Tölvudeildin ákvað að hafa samband við myndaforritunardeild sem vildi sjá hvernig svona rakstur á höfði myndi gera fyrir mig með hjálp myndaforrits. Þeir tóku því allt hár af mér í myndaforriti og létu myndina ganga um skrifstofu veftímaritins. Til að gera stutta sögu langa þá eru allir á því að ég eigi að fá mér svona klippingu.

Myndaskönnunardeildin var svo væn að skanna eitt eintak inn fyrir mig og hún birtist hérmeð. Gjörið svo vel og njótið.

Hér er svo mynd af þeim sem komu að þessu verkefni, að gera mynd af mér með ekkert hár, fyrir utan höfuðstöðvar veftímaritsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.