Ég var rétt að heyra fréttir á rás 2 þar sem sagt var frá fyrstu einkageimskutlunni sem fór í loftið fyrr í dag frá bandaríkjunum, landi hinna frjálsu og hugrökku. Sagði fréttamaðurinn að skutlan ferðaðist á þreföldum ljóshraða og gæti því ekki farið umhverfis jörðina vegna of mikils hraða.
Ég beið bara eftir því að fréttamaðurinn kláraði fréttina eitthvað á þessa leið "Geimskutlan mun þykjast vera fljúgandi furðuhlutur og brotlenda svo í mexíkó einhversstaðar í kringum 1950". Hann kláraði þó bara fréttina eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Skemmtilegt þegar fréttamenn mislesa fréttirnar. Meira svona!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.