mánudagur, 28. júní 2004

Í dag hringdi ég inn andlega veikur á veftímarit þetta. Ég vaknaði býsna pirraður og gríðarlega þreyttur í morgun og fannst ekki sanngjarnt að láta skap mitt bitna á lesendum þessarar síðu.

En kærar þakkir til þeirra sem skrifuðu nafn sitt í gestabókina í gær og í dag. Lestur hennar fær mig til að myrða ekki þennan kettling sem ég er með í lúkunum þessa stundina. Því fleiri sem skrifa, því lengur lifir hann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.