Ef ég kann að telja rétt þá sýnist mér ég vera búinn að blogga fimm sinnum í dag, að þessari færslu meðtalinni sem er býsna góður árangur miðað við lítinn sveitastrák úr Trékyllisvík sem þurfti að ganga með innlegg í skónum sínum þegar hann var yngri til að berjast við að verða ekki útskeifur.
Ég var við það að ganga skrefið til fulls og blogga hundrað og einu sinni á einum sólarhring og bæta þarmeð hundrað-á-dag bloggmetið sem einhver sjúkari en ég gerði þegar ég las síðustu færslu mína og mundi að það borgar sig ekki að reyna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.