laugardagur, 19. júní 2004

Í kjölfar þess að ég hef ótrúlega lítinn tíma aflögu til að skrá niður hugsanir mínar á tölvutækt form, að ég nenni því ekki þegar ég hef tíma og að aðsóknin á síðuna hefur ekki verið svona lítil í háa herrans tíð, var ég að hugsa um að leggja síðunni að minnsta kosti þar til í haust þegar ég mun sitja alla daga með tölvuna í andlitinu (og hjartanu). Svo fór ég að hugsa, vil ég missa auglýsingasamningana sem fylgja þessari síðu (og ég fer mjög leynt með) og hvað verður um allt fólkið sem heldur sér frá áfengis- og dópbölinu með því að lesa þessa síðu?

Ég held því ótrauður áfram, vitandi að með hverjum degi sem ég skrifa eitthvað hérna er ég að bjarga mannslífum. Þakkir eru óþarfar en blómvendir eru vel þegnir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.