Dagurinn hefur verið helst til of uppfullur af ævintýrum fyrir mig að höndla. Óvíst er hvort lesendur þoli að slík spenna sé rituð fyrir þá en ég læt samt vaða. Þið hafið verið vöruð við.
Dagurinn byrjaði á vinnu frá 8:00 til 15:50 við gerð árangursstjórnunar á skattstofunni. Þá tók við að mosatæta restina af skattstofugarðinum, hlustandi á dægurmálaútvarp rásar 2. Þegar því var lokið rúmlega 140 mínútum síðar horfði ég á hálfan þátt af The OC og þaðan beint á fótboltaæfingu þristarins sem stóð í góðar 140 mínútur. Eftir smá skutl í hraðbúðina smurði ég mér samloku, át hana og fór í sturtu.
Allan þennan tíma hef ég verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt til að blogga um, án árangurs.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.