Eins og áður segir er ég nýkominn frá Reykjavík en þangað fór ég á föstudaginn akandi með pabba. Ég gerði að leik mínum að telja alla bílana sem við mættum. Hér er tölfræðin:
Við mættum 2.590 bílum.
Þar af voru 2.490 flutningsbílar.
Þar af töfðu 2.490 umferðina með silalegum akstri og með því að hleypa fólki ekki framúr.
Við fórum framúr 6 bílnum. Þar af 5 flutningsbílnum. Við vorum bakvið hvern flutningsbíl að meðaltali í 70 mínútur að reyna að komast framúr.
Þarmeð hafa allir flutningabílastjórar komist á hitlistann minn en hann inniheldur héreftir eftirfarandi manneskjur:
George W. Bush.
Þeir sem kosið hafa George W. Bush.
Konan sem dirfðist að endurútgefa "Fell in love with a boy".
Fíflið sem hannaði seðlaskiptinn.
Maðurinn sem stal Toyotunni minni um árið og komst upp með það.
Flutningabílstjórar
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.