miðvikudagur, 2. júní 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Frá og með deginum í dag ek ég á skítugasta bíl jarðarinnar. Í gegnum árin hef ég unnið hörðum höndum að því að þvo aldrei bílinn minn. Núna, fyrir tilstilli smá rigningar og þeirri staðreynd að ég bý í ómalbikaðri götu, get ég stoltur sagst eiga þann allra drullugasta af þeim öllum. Ég myndi birta ljósmynd af herlegheitunum ef ég væri með myndavél og geð í mér til að taka mynd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.