þriðjudagur, 29. júní 2004

Ég var að fá VISA reikninginn í hendurnar. Þar virðist ég hafa sleppt af mér beislinu, eytt langt framyfir leyfilega heimild og þarmeð bætt eyðslumetið mitt. Fyrir þennan glæsilega árangur ætla ég að verðlauna mig með því að borða aðeins 18 króna núðlur þar til skólanum líkur eftir tvö ár auk þess sem ég mun kalla mig öllum illum nöfnum annað slagið og slá mig utanundir í hvert skipti sem ég leyfi mér að langa í eitthvað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.