Það er ekki margt í mínu lífi sem ég get verið stoltur af. Ég er þó nokkuð stoltur af meðaleinkunn minni í háskólanum á vorönn (8,2) eins og glöggir lesendur veftímaritsins hafa tekið eftir. Ég hef ítrekað bent fólki á þessa einkunn mína og undantekningalaust virðist það mjög óspennt, rétt eins og það hafi búist við þessu sem það svo segist hafa gert. Nú er mér spurn, hvað í ósköpunum í fari mínu bendir til þess að ég eigi að fá svona einkunn? Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíman getað komið vel fyrir, hvorki í orði né í mynd. Ég er ekki skýrmæltur, hef aldrei ritað neitt merkilegt, ekki sérstaklega snyrtilegur. Það er spurning hvort fólk dansaði ekki í kringum mig ef ég væri lágvaxinn, feitur og ljóshærður.
Ég er því að hugsa um að eyða ekki 16 tímum á dag í skólanum á næstu önn, reyna að græða saman samkvæmislíf mitt eftir að hafa skorið á það og kolfalla í öllu, bara til að sjá einhver viðbrögð hjá fólki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.