Ég var að lenda í Helgafellinu eftir býsna öflugan dag. Eftir vinnu fór ég að vinna, tók mér svo smá pásu frá garðyrkjunni og skrapp í sund sem ég svo hætti skyndilega til að fá mér pylsu og aftur að vinna. Eftir einhvern tíma við að ræsta skattstofuna var hóað í mig í körfubolta með Gylfa, Davíð og Guðna. Að sjálfsögðu stökk ég frá öllu á skattinum til að fara í körfu. Eftir rúma tvo tíma af körfu ákvað ég bara að fljúga heim.
Til hamingju með afmælið Kristján Orri, glæsilegur árangur! Afsakaðu að ég lét ekki sjá mig í teitinu, ég var bara fárveikur heima í kvöld. Shit, hann trúir þessu aldrei.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.