Nýlega hófu tveir ungir herramenn þá göfugu iðju að skrá niður hugsanir sínar á alnetið. Sá fyrri heitir Guggur en hann var áður í bloggsveit Tunguvegs 18, þar sem ég einmitt bjó áður. Ég vona að sólóferill hans muni blómstra. Sá síðari er Guðni og er einmitt að leigja með mér þetta sumarið ásamt vænri summu af góðum piltum. Allavega, báðir eru skemmtilegir pennar með áhugavert viðhorf á lífið.
Hér er dagbók Guggs, eða Stuðmunds eins og hann kýs að kalla sig þegar hann er undir áhrifum.
Hér er dagbók hins sallarólega Guðna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.