Í dag fór ég á sýninguna Austurland 2004 sem hefur verið auglýst gríðarlega mikið á öldum ljósvakans síðustu vikur. Á sýningunni var hörkufjör eins og við var að búast þar sem ég hitti m.a. Hörpu Vilbergs, sem ég hafði ekki séð í næstum ár.
Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega. Ég fékk líka uppskriftarblað að skyrréttum sem hægt er að matreiða með einföldum blandara. Að sjálfsögðu verslaði ég mér inn talsvert af ávöxtum og skyri, fékk blandara hjá Gylfa og blanda núna allt sem ég læt ofan í mig. Þetta er semsagt upphafs gríðarlegs heilsuátaks. Þá vantar bara einhvern sem hefur áhuga á hreyfingu, körfubolta eða skokki því ekki nenni ég að standa í því einn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.