Ég vil gjarnan þakka öllum þeim sem skrá athugasemdir sínar og hugsanir í ummælakerfið sem undir hverri færslu hvílir. Án ykkar væri ekkert gaman að vera með svona vitleysingasíðu. Reyndar verður það eflaust gaman að skoða þessa síðu eftir 30-40 ár þegar ég er við það að deyja einn og yfirgefinn, hafandi ekkert nema minninguna um þessa síðu.
Allavega, ég vil gjarnan minna fólk á að eftir nákvæmlega viku rennur upp hinn magnaði 'skrifaðuígestabókinaeðaégkýliþigíandlitið' dagurinn sem haldinn er hátíðlegur á þessari síðu á hefðbundinn hátt. Þið getið byrjað að hita upp fyrir daginn með því að skrifa í gestabókina daglega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.