Eftirtalin atriði síðustu 14 ára ollu því að Fellahreppur fær íþróttaverðlaun Veftímaritsins í ár:
1. Rifu grasfótboltavöll til að byggja malarfótboltavöll sem ekki nokkur maður vill spila á. Síðar lögðust fótboltaæfingar fótboltafélags bæjarins af, enda um 400 manna bæjarfélag að ræða og enginn grundvöllur fyrir keppnisvöll, hvað þá malarvöll.
2. Færðu körfu bæjarins (fyrir körfubolta) á rammskakkt og leiðinlegt svæði sem erfitt er að spila á af því það vantaði bílastæði fyrir skólann.
3. Kostuðu spraybrúsa treglega þegar ungmenni ákváðu að gera gott úr skakka vellinum og setja á hann vallarlínur.
4. Hafa ekki eytt krónu í körfuboltavöllinn núna í 10 ár. Honum hefur verið haldið við af örvæntingafullum unglingum sem hafa borgað viðhaldið úr eigin vasa og með vinnu. En ekki lengur þar sem hringurinn er algjörlega ónýtur.
5. Greiddu 10.000 króna skráningargjald á austurlandsmót í körfubolta fyrir Huginn Fellum 1999 með því skilyrði að við færum ekki fram á það aftur.
Staðan 1990:
Tveir grasfótboltavellir sem voru mikið notaðir.
Einn fínn körfuboltavöllur sem var viðhaldið ágætlega.
Fótboltafélagið Huginn Fellum starfrækt.
Gríðarlegur körfuboltaáhugi.
Fólksfjöldi ca 400.
Staðan 2004:
Einn ónotaður malarvöllur.
Einn handónýtur körfuboltavöllur með ónýta körfu og ekkert net.
Ekkert fótboltafélag starfrækt.
Mikill körfuboltaáhugi en fer óðum minnkandi.
Fólksfjöldi rúmlega 500.
Bravó Fellahreppur. Meira svona.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.