Að hugsa með sér, 17. júní liðinn og aðeins þrír dagar í sumarsólstöður. Eftir það fer sólinn að hverfa smámsaman og þunglyndið færist yfir. Ég er þó talsvert forsjáll því ég verð alltaf þunglyndur í kringum sumarsólstöður því þessi tími minnir mig alltaf á að ég er að falla á tíma með það sem ég ætlaði mér að gera um sumarið.
Svo minnir þetta mig auðvitað líka á að ég á bráðum afmæli sem minnir mig aftur á að ég er að falla á tíma með það sem ég ætlaði mér að gera um ævina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.