Í dag bárust mér hvorki meira né minna en 40 pakkar af körfuboltamyndum frá 1989, hver með 15 spjöldum. Herlegheitin keypti ég á netinu fyrir umtalsverða fúlgu til endursölu sem ég mun koma að síðar. Á verðið bættist við sendingarkostnaður eins og búast mátti við og tollur sem var um 130% af verði pakkanna. Magnaður þessi tollur.
Spjöldin er gríðarlega sjaldgæf og voru orðin það strax árið 1993 þegar körfuboltaspjaldaæðið gekk sem hæst. Ég vonast með þessu athæfi mínu til þess að græða örlítinn pening (og þarmeð greiða niður örsmáan hluta skulda) en það má fólk sem vill kaupa pakkana ekki heyra. Íslendingar hugsa víst þannig að ef seljandinn græðir á sölunni þá borgar sig ekki að versla vöruna. Sennilega eitthvað tengt því að íslendingar mega ekki vita af einhverjum sem stendur sig betur í einhverju en þeir.
Allavega, meira um spjaldasöluna síðar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.