Í dag bauð ég á ebay 10 dollara í DVD útgáfuna af The Butterfly Effect sem ég sá fyrir ca fjórum mánuðum og varð gífurlega hrifinn af. Diskurinn er með feikimiklu magni af aukaefni sem ætti að halda mér ánægðum í amk 2 tíma.
Ef enginn býður hærra en ég næstu 4ra daga hef ég keypt mér þrjá DVD diska á aðeins tveimur vikum í gegnum ebay. Hinir tveir eru:
Memento: Næstbesta mynd sem ég hef séð á eftir Seven. Tvöfaldur diskur sem aðeins er gefinn út í takmörkuðu upplagi (sölutrikkið virkaði amk á mig).
The Cutting Edge: Moira Kelly eins og hún gerist best. Þetta er fyrsta dramamyndin sem ég kaupi á dvd og sennilega sú síðasta af því ég er náttúrulega svo mikið hörkutól.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.