mánudagur, 7. júní 2004



Harry Potter finnst gott að leika sér á víbrandi kústskaftinu.


Á laugardagskvöldið sá ég stórmyndina Harry Potter and the Prisoner of Azkaban eða Harry Potter og fanginn frá Azkaban og fjallar myndin um Harry Potter og fangann frá Azkaban.

Þetta var á sjálfan heimsfrumsýningardag og fórum við Helgi bróðir á 23:00 sýningu í nánast fullum sal. Óþarfi að segja að ég var ca 1,4 sinnum eldri en næsta manneskja á sýningunni.

Þetta er þriðja myndin um þennan djöfladreng sem notast við galdra til að sigrast á saklausum óvinum sínum. Að þessu sinni er fangi frá Azkaban fangelsinu sem ætlar að myrða Harry. Notast er við nýjustu tækni í svifkústum og annað slíkt eins og hinum myndunum tveimur. Gaman að sjá líka hvernig krakkarnir eru farnir að eldast og eins og allir bretar, farnir að stökkbreytast frá sætum krökkum yfir í afmyndaða breta.

Ég hef lesið þessa bók og mig minnir að hún sé mjög svipuð myndinni þó að ýmsum smáatriðum er sleppt, eins og þessu quiddich rugli öllu. Merkilega góð afþreying. Mæli með henni fyrir aldurshópinn 12 til 20 ára og svo 25 ára smákrakka.

Þrjár stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.