Ég biðst fyrirgefningar á því að hafa engan tíma til að skrá niður hugsanir mínar þessa dagana. Prófin hafa yfirtekið huga minn en þeim líkur á laugardaginn með pompi, prakt og raðbloggfærslum. Ennfremur spái ég fylleríi með smá úrkomu.
Þangað til ítreka ég beiðni mína um fyrirgefningu ykkar.
þriðjudagur, 30. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það varð uppi fótur og fit á internetinu nýlega þegar Markús Mark vogaði sér á internetið, MSN nánar tiltekið. Ég og Óli breyttum nafni okkar í kjölfarið í Markús og hófum hópsamtal við hann. Fljótlega skapaðist múgæsing og allir sem við þekktum og voru á netinu þessa nóttinu voru mættir í samtalið. Hér má sjá mynd frá því. Ég hló svo mikið að ég fékk harðsperrur í magann, sem segir reyndar meira um hreyfingarleysi mitt í próflestrinum (og geðsýki) en allt annað.
En svona að öllu gamni slepptu þá var þessi mynd tekið þegar ég prófaði hugsanalesarann sem ég er að hanna í frístundum mínum en með honum get ég smellt á hvern sem er á MSN og séð hvað hann er að hugsa. Það vildi bara svo skemmtilega til að Markús Mark er þrettánfaldur persónuleiki og því var myndin tekin.
Forritið var nýlega sett í söluhæft form og fæst í öllum betri seglagerðum landsins.
En svona að öllu gamni slepptu þá var þessi mynd tekið þegar ég prófaði hugsanalesarann sem ég er að hanna í frístundum mínum en með honum get ég smellt á hvern sem er á MSN og séð hvað hann er að hugsa. Það vildi bara svo skemmtilega til að Markús Mark er þrettánfaldur persónuleiki og því var myndin tekin.
Forritið var nýlega sett í söluhæft form og fæst í öllum betri seglagerðum landsins.
mánudagur, 29. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tölfræðiprófið í morgun gekk aftar öllum vonum. Ég var að upplifa mitt fyrsta kolfall þar sem prófið var margfalt erfiðara en síðustu ár. Einnig upplifði ég mitt fyrsta taugaáfall og það í miðju prófi. Það hjálpaði ekki mikið.
Svo að fólk fái betri mynd af því hvernig mér gekk þá má skoða þetta myndband þar sem gatan er prófið og ég er maðurinn sem reynir að ganga yfir. Ekki fyrir viðkvæma.
Ég get huggað mig við að það var gríðarleg óánægja með þetta próf og allir sem ég hef talað við telja sig fallna. Húrra fyrir óförum samnemenda minna!
Svo að fólk fái betri mynd af því hvernig mér gekk þá má skoða þetta myndband þar sem gatan er prófið og ég er maðurinn sem reynir að ganga yfir. Ekki fyrir viðkvæma.
Ég get huggað mig við að það var gríðarleg óánægja með þetta próf og allir sem ég hef talað við telja sig fallna. Húrra fyrir óförum samnemenda minna!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn ein nóttin liðin við lærdóm fyrir lokapróf. Að þessu sinni er það tölfræðin, stóra ástin í lífi mínu, sem ég hef reyndar vanrækt upp á síðkastið. Tilhlökkunin við að komast í prófið og njóta ásta með tölfræðiprófinu er því óendanleg. Vei þeim manni eða þeirri konu sem reynir að koma upp á milli mín og tölfræðinnar!
Með þessum orðum kveð ég geðheilsu mína sem hefur fylgt mér alla mína ævi, utan einnar viku í febrúar árið 2000, sem ég fer ekki nánar í að svo stöddu.
Með þessum orðum kveð ég geðheilsu mína sem hefur fylgt mér alla mína ævi, utan einnar viku í febrúar árið 2000, sem ég fer ekki nánar í að svo stöddu.
sunnudagur, 28. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Edda María heitir nýjasti lesandi þessarar síðu, að því er virðist. Hún er HRingur, trúnaðarmaður og með hörkuheimasíðu. Ennfremur hefur hún bjargað mér frá falli í þessum skóla með því að senda mér og öðrum nemendum þessa skóla allar sínar glósur fyrir próf og gott betur.
Kærar þakkir. Þú hefur verið hlekkjuð og píanóið sem ég lofaði þér fyrir síðustu glósur er í pósti.
Kærar þakkir. Þú hefur verið hlekkjuð og píanóið sem ég lofaði þér fyrir síðustu glósur er í pósti.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fer að verða úrkula vonar með vinnu í jólafríinu. Ef einhver hefur eitthvað fyrir mig þá vinsamlegast láttu vita hér. Ég sækist eftir notalegri vinnu sem þarf ekki einu sinni að vera vel borguð. Bara að hafa eitthvað að gera ca 8 tíma á dag.
Ég mun því sennilega bara einbeita mér að því í jólafrínu að koma sundferli mínum á flug en eins og oft hefur komið fram varð ég í öðru sæti á bringusundsmóti í nágrenni Trékyllisvíkur árið 1987 eða 1988 án þess að hafa fylgt því eftir, þangað til núna. Ennfremur mun ég spila körfubolta, fara út að hlaupa og jafnvel lyfta lóðum.
Betra er að taka það fram að ég þarf ekki að gera neitt af ofantöldu til að finnast mér ég vera æðislegur.
Ég mun því sennilega bara einbeita mér að því í jólafrínu að koma sundferli mínum á flug en eins og oft hefur komið fram varð ég í öðru sæti á bringusundsmóti í nágrenni Trékyllisvíkur árið 1987 eða 1988 án þess að hafa fylgt því eftir, þangað til núna. Ennfremur mun ég spila körfubolta, fara út að hlaupa og jafnvel lyfta lóðum.
Betra er að taka það fram að ég þarf ekki að gera neitt af ofantöldu til að finnast mér ég vera æðislegur.
laugardagur, 27. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Oft hef ég skrifað um hvimleiðasta vandamál Íslendinga þessa dagana; nöldur miðaldra kellinga. Sjálfur hef ég lent í því óteljandi oft enda býð ég upp á það þar sem ég svara yfirleitt ekki fyrir mig, sama hversu órökrétt og vitlaust nöldrið er.
Allavega, Verslunarfélag Reykjavíkur hefur nú veitt mér liðstyrk í baráttunni gegn miðaldra kellingum. VR segir það ekki beinum orðum að þetta sé stuðningur við mig en mér er samt sem áður þökkuð bárátta mín með því að birta nafn mitt í auglýsingu á síðunni sinni.
Hér er auglýsingin sem ég er að tala um.
Hér er heimasíða VR
og hér er auglýsingin sem þakkar mér fyrir baráttuna.
Takk VR, en veftímaritið þarf enga aðstoð við að eyða þessu vandamáli Íslands þar sem það hefur nú nýverið fest kaup á umtalsverðu magni af eldvörpum.
Allavega, Verslunarfélag Reykjavíkur hefur nú veitt mér liðstyrk í baráttunni gegn miðaldra kellingum. VR segir það ekki beinum orðum að þetta sé stuðningur við mig en mér er samt sem áður þökkuð bárátta mín með því að birta nafn mitt í auglýsingu á síðunni sinni.
Hér er auglýsingin sem ég er að tala um.
Hér er heimasíða VR
og hér er auglýsingin sem þakkar mér fyrir baráttuna.
Takk VR, en veftímaritið þarf enga aðstoð við að eyða þessu vandamáli Íslands þar sem það hefur nú nýverið fest kaup á umtalsverðu magni af eldvörpum.
föstudagur, 26. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er öðru lokaprófi mínu á þessari önn lokið með prófi í fjármálamörkuðum í morgun. Eins og áður vakti ég í alla nótt, lærandi fyrir prófið, þar sem bland af stressi og smá geðveiki réði ríkjum eins og færslan hér að neðan gefur til kynna.
Ég lét ekki algjört þekkingarleysi á efninu koma í veg fyrir að ég gæti skemmt mér við lærdóminn og fundum við Óli því nöfn í námsglósunum og bjuggum til sögu, á milli þess sem við hlógum mjög hátt og kepptum í hver gæti ælt meira blóði af stressi.
Ég stóð mig svo ágætlega á prófinu, en það er auðvitað aukaatriði þar sem ég sigraði blóðælukeppnina með þriggja lítra mun.
Ég lét ekki algjört þekkingarleysi á efninu koma í veg fyrir að ég gæti skemmt mér við lærdóminn og fundum við Óli því nöfn í námsglósunum og bjuggum til sögu, á milli þess sem við hlógum mjög hátt og kepptum í hver gæti ælt meira blóði af stressi.
Ég stóð mig svo ágætlega á prófinu, en það er auðvitað aukaatriði þar sem ég sigraði blóðælukeppnina með þriggja lítra mun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er að lesa hérna fyrir fjármálamarkaðsprófið sem er eftir nokkra tíma og botna ekkert í þessu kjaftæði. Námsefnið er allt fullt af persónum sem tengjast ekkert söguþræðinum. Hver er til dæmis þessi Halli á Vaxtaferli og hvað er með þennan bæ, Vaxtaferil, þar sem helmingur sögunnar gerist?
Og hvar eru helvítis inniskórnir mínir?
Og hvar eru helvítis inniskórnir mínir?
fimmtudagur, 25. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að vetrarleik Veftímaritsins Við Rætur Hugans. Leikurinn felur í sér að setja saman eftirfarandi púsluspil sem ég hef eytt deginum í að búa til í staðinn fyrir að læra fyrir próf.
Eins og svo oft áður er píanó að verðmæti kr. 500.000 í verðlaun fyrir hvern þann sem leysir þetta. Þegar ég segi píanó að verðmæti kr. 500.000 á ég auðvitað við verðlausa hamingjuna.
Eins og svo oft áður er píanó að verðmæti kr. 500.000 í verðlaun fyrir hvern þann sem leysir þetta. Þegar ég segi píanó að verðmæti kr. 500.000 á ég auðvitað við verðlausa hamingjuna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér hefur tekist að ná nýjum hæðum í slæmum hárdögum. Í dag er ég eins og klipptur út úr japanski klámmynd frá sjötta áratugnum, þar sem allir leikararnir eru með combover. Það er á svona dögum sem ég öfunda geðsjúklinga sem geta bara rakað sig sköllótta eins og ekkert sé sjálfsagðara, rétt eins og í englum alheimsins.
miðvikudagur, 24. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég lokið við að lesa fyrsta kaflann af tíu fyrir næsta próf sem er á föstudaginn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að ég tók rúman sólarhring í að lesa þetta, svo óáhugavert er þetta efni fyrir mig. Ef einhver á ráð, lyf eða jafnvel galdraþulu við athyglisbresti þá... nau! Það er byrjað að rigna!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar kemur að því að tala við mig í síma er ég óáreiðanlegasti maður jarðarkringlunnar. Þegar hingað er komið við sögu hef ég misst af síðustu níu símtölum og orðið rafmagnslaus í öllum fjórum símtölum sem ég hef náð að svara í þessum mánuði. Einnig hringi ég aldrei í neinn þar sem ég er alltaf innistæðulaus, enda bláfátækur nemi eins og nokkrum sinnum hefur komið fram.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég er alltaf með símahlussuna á mér ef ske kynni að Forseti Íslands, eða kona hans, hringir í mig til að boða mig á fálkaorðuafhendingu fyrir bloggstörf mín í gegnum árin, og til að sjá hvað klukkan er þar sem ég á ekkert úr.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég er alltaf með símahlussuna á mér ef ske kynni að Forseti Íslands, eða kona hans, hringir í mig til að boða mig á fálkaorðuafhendingu fyrir bloggstörf mín í gegnum árin, og til að sjá hvað klukkan er þar sem ég á ekkert úr.
þriðjudagur, 23. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og margoft hefur komið fram hérna á síðunni er ég gríðarlega óánægður með Háskóla Reykjavíkur þetta skólaárið. Hér eru nokkrar ástæður:
* Fáránlega aukning á nemendum þetta árið.
* Aðeins lærdómsaðstaða fyrir mjög takmarkað magn nemenda.
* Internetið handónýtt og virkar mjög illa.
* Skólagjöldin hækkuðu um 10%.
* Engin svör fást við óánægjutölvupóstum.
* Læst inn á bókasafn á nóttunni en þar er eini almennilegi prentari hússins.
Í kjölfarið hef ég stofnað skæruliðahreyfingu þar sem ég er 100% meðlima. Þessi hreyfing var stofnuð við prentara á þriðju hæð í gærnótt þar sem ég ætlaði mér að prenta út glósur en tók eftir miða á skólastofuhurð þar sem á stóð "Vegna slæmrar umgengni nemenda hefur stofum á þessari hæð verið lokað fram yfir próf". Þetta veldur því að sú litla aðstaða sem var hérna hefur minnkað gríðarlega. Ég bætti því við miða fyrir neðan þar sem á stóð "Þar að auki pissaði einhver út fyrir á klósetinu og því er salernisaðstaðan lokuð fram á sumar".
Á morgun plana ég að kveikja í mér í mötuneytinu í mótmælaskyni við hátt verð á möffins. Allir að skrá sig í hreyfinguna!
* Fáránlega aukning á nemendum þetta árið.
* Aðeins lærdómsaðstaða fyrir mjög takmarkað magn nemenda.
* Internetið handónýtt og virkar mjög illa.
* Skólagjöldin hækkuðu um 10%.
* Engin svör fást við óánægjutölvupóstum.
* Læst inn á bókasafn á nóttunni en þar er eini almennilegi prentari hússins.
Í kjölfarið hef ég stofnað skæruliðahreyfingu þar sem ég er 100% meðlima. Þessi hreyfing var stofnuð við prentara á þriðju hæð í gærnótt þar sem ég ætlaði mér að prenta út glósur en tók eftir miða á skólastofuhurð þar sem á stóð "Vegna slæmrar umgengni nemenda hefur stofum á þessari hæð verið lokað fram yfir próf". Þetta veldur því að sú litla aðstaða sem var hérna hefur minnkað gríðarlega. Ég bætti því við miða fyrir neðan þar sem á stóð "Þar að auki pissaði einhver út fyrir á klósetinu og því er salernisaðstaðan lokuð fram á sumar".
Á morgun plana ég að kveikja í mér í mötuneytinu í mótmælaskyni við hátt verð á möffins. Allir að skrá sig í hreyfinguna!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fundið uppskrift af hamingju© sem krefst engra eiturlyfja. Hamingjan er þó ekki varanleg heldur varir í um 5-10 klukkustundir í senn. Ég ætla að deila þessu með ykkur á veftímaritinu, enda eru öll heimsins auðæfi ekkert miðað við hamingju lesenda minna. Uppskriftin er eftirfarandi:
Hráefni:
Lærðu í rúma þrjá daga fyrir próf sem þú heldur að þú munir falla í, þar af heilan sólarhring fyrir prófið án þess að sofa og án þess að fara úr mjög þröngum skóm.
Framkvæmd tímabundinnar hamingjunnar:
Stattu þig vel á prófinu, farðu úr skónnum (lykilatriði!) og sofnaðu.
Ég ábyrgist að þetta sé hin eina sanna hamingja©, að öðru óbreyttu.
Hráefni:
Lærðu í rúma þrjá daga fyrir próf sem þú heldur að þú munir falla í, þar af heilan sólarhring fyrir prófið án þess að sofa og án þess að fara úr mjög þröngum skóm.
Framkvæmd tímabundinnar hamingjunnar:
Stattu þig vel á prófinu, farðu úr skónnum (lykilatriði!) og sofnaðu.
Ég ábyrgist að þetta sé hin eina sanna hamingja©, að öðru óbreyttu.
mánudagur, 22. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að hlekkjum vikunnar:
Þessi frétt er áhugaverð, ekki síst fyrir síðustu setninguna. Hvað í helvítinu er verið að meina?
Jónas Reynir fann þessa mynd nýlegá hugi.is sem ég sendi inn árið 2000 ca. Samt sem áður stendur að hún sé send inn núna í sumar. ÚHÚHÚHÚ! Óhugnarlegt! Kannski voru þetta draugar sem breyttu þessu.
Alltaf gaman þegar stórkostlega gáfað fólk byrjar að blogga (engin kaldhæðni). Þorbjörn gamli eðlisfræðikennari minn í menntaskóla er með magnað blogg hérna. Mæli með honum.
Þessi hlekkur er algjörlega vonlaus.
Og að lokum eru hér fyndnustu teiknimyndasögur sem ég hef séð í mörg ár, eða amk mínútur. Rugla þessu alltaf saman.
Þessi frétt er áhugaverð, ekki síst fyrir síðustu setninguna. Hvað í helvítinu er verið að meina?
Jónas Reynir fann þessa mynd nýlegá hugi.is sem ég sendi inn árið 2000 ca. Samt sem áður stendur að hún sé send inn núna í sumar. ÚHÚHÚHÚ! Óhugnarlegt! Kannski voru þetta draugar sem breyttu þessu.
Alltaf gaman þegar stórkostlega gáfað fólk byrjar að blogga (engin kaldhæðni). Þorbjörn gamli eðlisfræðikennari minn í menntaskóla er með magnað blogg hérna. Mæli með honum.
Þessi hlekkur er algjörlega vonlaus.
Og að lokum eru hér fyndnustu teiknimyndasögur sem ég hef séð í mörg ár, eða amk mínútur. Rugla þessu alltaf saman.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú hef ég ekki rakað mig í háa herrans tíð svo við fyrstu sýn virðist ég vera hellisbúi. Það eru þó reginmunur á mér og hellisbúum eins og eftirfarandi dæmi sanna:
* Hellisbúar voru með skeggvöxt. Ég er með móðukenndan hýjung.
* Hellisbúar voru vöðvaðir. Ekki ég.
* Hellisbúar gengu uppréttir. Ekki ég, eftir að hafa legið yfir bókum síðustu vikurnar.
* Hellisbúar féllu aldrei í alþjóðaviðskiptun. Það bendir allt til þess að ég muni falla í fyrramálið.
* Hellisbúar voru áhugaverðar skepnur. Ég er mjög óáhugaverður náungi.
* Ég er með tyggjó. Þeir aldrei.
Bara til að koma í veg fyrir misskilning.
* Hellisbúar voru með skeggvöxt. Ég er með móðukenndan hýjung.
* Hellisbúar voru vöðvaðir. Ekki ég.
* Hellisbúar gengu uppréttir. Ekki ég, eftir að hafa legið yfir bókum síðustu vikurnar.
* Hellisbúar féllu aldrei í alþjóðaviðskiptun. Það bendir allt til þess að ég muni falla í fyrramálið.
* Hellisbúar voru áhugaverðar skepnur. Ég er mjög óáhugaverður náungi.
* Ég er með tyggjó. Þeir aldrei.
Bara til að koma í veg fyrir misskilning.
sunnudagur, 21. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samstarfsmaður minn í smíðum á fjármálamarkaðsritgerð upp á rúmar 15 blaðsíður sagði mér áðan að hann hafði dreymt að við myndum fá mjög góða einkunn fyrir ritgerðina sem skilað var inn nýverið. Þar sem allt sem kemur fram í draumum skal túlkað öfugt má gera ráð fyrir að við fáum mjög slæma einkunn fyrir meistaraverkið okkar eftir þennan draum. Til allra lukku dreymdi mig hinsvegar í nótt að það sé eitthvað að marka drauma og draumráðningar. Við erum því hólpnir enn um sinn hvað ritgerðina varðar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef það er eitthvað sem ég hef lært þessa 30 tíma törn við að læra fyrir alþjóðaviðskiptaprófið sem er eftir ca 14 tíma núna þá er það að stelpur geta alls ekki haldið kjafi. Það er sama þó þær séu staddar í lærdómsaðstöðu þar sem ríkir dauðaþögn, í dæmatíma, fyrirlestrum eða jafnvel í prófum, alltaf þurfa þær að ýmist svara í símann sinn (og þá fara ekki fram og tala í hann, heldur sitja sem fastast og öskrast á) eða tala við vinkonu sínar um barnið sitt eða nýju pilluna sem þær eru á.
Nú er bara að vona að eitthvað um kjaftagleði kvenna komi á þessu prófi, þá næ ég tíu, annars er ég kolfallinn vegna kjaftagleði kvenna.
Nú er bara að vona að eitthvað um kjaftagleði kvenna komi á þessu prófi, þá næ ég tíu, annars er ég kolfallinn vegna kjaftagleði kvenna.
laugardagur, 20. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Án þess að ég geri lítið úr því þá held ég að laugardagar í útrýmingabúðum nasista hafi verið skemmtilegri en þessi, bráðum sunnudagur, hefur verið hjá mér. Ég hef setið hér í mötuneyti HR í allan dag að lesa glósur í Alþjóðaviðskiptum, þurfandi að afþakka boð á boð ofan um einhverskonar skemmtun með tárin í augunum og víðar.
Ég gæti svosem haft það verra. Ég gæti verið að læra lögfræði eða eitthvað álíka óskiljanlegt. Það borgar sig alltaf að hugsa um það hversu mikið verra maður getur haft það þegar manni líður svona illa.
Ég gæti svosem haft það verra. Ég gæti verið að læra lögfræði eða eitthvað álíka óskiljanlegt. Það borgar sig alltaf að hugsa um það hversu mikið verra maður getur haft það þegar manni líður svona illa.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér kemur grátleg tilraun til að ná prófinu sem er á mánudaginn:
Ég hef ekki enn dottið í hálku í vetur.
Ég hef aldrei hlaupið nakinn á vegg.
Ég hef aldrei náð prófi í alþjóðaviðskiptum.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu næstu daga. Ef þetta virkar þá gæti bara verið að ég hafi fundið lausn á öllum heimsins vandamálum. Vinsamlegast enginn segi "sjö níu þrettán" eða banki í borð.
Ég hef ekki enn dottið í hálku í vetur.
Ég hef aldrei hlaupið nakinn á vegg.
Ég hef aldrei náð prófi í alþjóðaviðskiptum.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu næstu daga. Ef þetta virkar þá gæti bara verið að ég hafi fundið lausn á öllum heimsins vandamálum. Vinsamlegast enginn segi "sjö níu þrettán" eða banki í borð.
föstudagur, 19. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er einni mestu lærdómstörn allra tíma lokið með skil á ca 15 blaðsíðna ritgerð um gagnsæi peningamálastefnunnar og ég get loksins einbeitt mér að öðru, eins og að læra fyrir próf.
Ef ég næ að læra nógu mikið til að ná öllum prófunum, mun ég læra svo mikið að ég missi vitið. Og öfugt; ef ég missi ekki vitið, þá mun ég ekki ná einhverju prófi.
Ég hef ekki geðheilsu til að sanna þessa kenningu.
Ef ég næ að læra nógu mikið til að ná öllum prófunum, mun ég læra svo mikið að ég missi vitið. Og öfugt; ef ég missi ekki vitið, þá mun ég ekki ná einhverju prófi.
Ég hef ekki geðheilsu til að sanna þessa kenningu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég fékk tár í augum við að sjá þessa frétt á stöð 2 á netinu. Þarna sést í Finnbogastaðaskóla, Árnes, Norðfjörð og aðra staði sem eru mér kærir í minningunni en ég bjó í Trékyllisvík frá 1984-1989, sælla minninga.
fimmtudagur, 18. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég skrapp í kaffi rétt í þessu bætti ég heimsmetið í verðmæti á drasli skildu eftir án eftirlits nokkurs. Hér er listinn yfir hluti sem skildir voru eftir:
* Fartölvan.
* Farsíminn.
* Stafræna myndavélin.
* MP3 spilarinn.
* Vísindavasareiknirinn.
* Drög að bókinni "Af hverju óhætt er að skilja hluti eftir í HR á meðan skroppið er í kaffi" sem kemur út rétt fyrir jól.
* Taska.
Það þarf ekki að taka það fram að það var allt hérna ennþá þegar ég kom aftur, annars væri ég varla að skrifa þetta.
* Fartölvan.
* Farsíminn.
* Stafræna myndavélin.
* MP3 spilarinn.
* Vísindavasareiknirinn.
* Drög að bókinni "Af hverju óhætt er að skilja hluti eftir í HR á meðan skroppið er í kaffi" sem kemur út rétt fyrir jól.
* Taska.
Það þarf ekki að taka það fram að það var allt hérna ennþá þegar ég kom aftur, annars væri ég varla að skrifa þetta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég lokið síðasta skilaverkefninu í æsispennandi þriggja binda tölfræðiseríu fyrir Hagnýta Tölfræði I í HR. Þessu síðasta riti var beðið með mikilli óþreyju en eina eintakið sem gefið var út var skilað inn til kennara eins og heitri lummu í gær.
Svona lítur þá tölfræðibálkurinn út (forsíður):
Verkefni 1: Á hálum ís
Verkefni 2: Hörkufjör á heimavist
Verkefni 3: Allt vitlaust á kaffihúsinu
Fyrstu tvö verkefnin fengu mjög góða dóma gagnrýnenda, það fyrra 10 af 10 mögulegum og síðara 9,6. Ekki er búist við góðri einkunn að þessu sinni þar sem (Spillir: ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita hvernig þetta alltsaman endar) aðal söguhetja verkefnisins deyr í lokin eftir að hafa verið nauðgað ítrekað andlega af dreifni og formúlu bestu línu.
Svona lítur þá tölfræðibálkurinn út (forsíður):
Verkefni 1: Á hálum ís
Verkefni 2: Hörkufjör á heimavist
Verkefni 3: Allt vitlaust á kaffihúsinu
Fyrstu tvö verkefnin fengu mjög góða dóma gagnrýnenda, það fyrra 10 af 10 mögulegum og síðara 9,6. Ekki er búist við góðri einkunn að þessu sinni þar sem (Spillir: ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita hvernig þetta alltsaman endar) aðal söguhetja verkefnisins deyr í lokin eftir að hafa verið nauðgað ítrekað andlega af dreifni og formúlu bestu línu.
miðvikudagur, 17. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú nýlega bætti ég ungri snót úr HR á MSN spjallforritið mitt þar sem við vorum að vinna verkefni, alltaf þessu vant. Þá rann upp fyrir mér ljós; ég heilsa daglega amk 12 manneskjum í HR, þar af tveimur strákum og hvorki meira né minna en 10 stelpum! Það sem kemur mér jafnvel enn meira á óvart er að allar þessar stelpur sem ég gef mig út fyrir að þekkja eru forkunnarfagrar.
Getur verið að ég sé orðinn það sem ég hataði sem ungur maður í Menntaskóla, ekki þekkjandi einn einasta kvenmann; strákinn sem þekkti allar sætu stelpurnar og var alltaf hrókur alls fagnaðar, kunnið þið eflaust að spyrja. Nei, til allrar hamingju ekki þar sem ég er gríðarlega fúllyndur og stelpurnar þola mig ekki. Fjúkk. Þar hafið þið það.
Getur verið að ég sé orðinn það sem ég hataði sem ungur maður í Menntaskóla, ekki þekkjandi einn einasta kvenmann; strákinn sem þekkti allar sætu stelpurnar og var alltaf hrókur alls fagnaðar, kunnið þið eflaust að spyrja. Nei, til allrar hamingju ekki þar sem ég er gríðarlega fúllyndur og stelpurnar þola mig ekki. Fjúkk. Þar hafið þið það.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég finn hvernig geðheilsunni hrakar smámsaman þegar þriðja degi tölfræðiverkefnavinnu er að ljúka. Síðustu þrjá daga hef ég að meðaltali eytt um 15 tímum á dag í verkefnavinnu, með tvo í staðalfrávik og fjóra í dreifni.
Ég hef því hengt utan um hálsinn á mér festi með miða sem gefur upp heimilisfang og símanúmer kunningja sem sækir mig ef ég finnst ráfandi um óbyggðirnar, þyljandi tölur. Ekki taka því persónulega ef ég kalla þig hátt staðalfrávik niður á við frá fegurð eða löguleika meðaltals íslenskra ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Ég verð ekki með sjálfum mér.
Ég hef því hengt utan um hálsinn á mér festi með miða sem gefur upp heimilisfang og símanúmer kunningja sem sækir mig ef ég finnst ráfandi um óbyggðirnar, þyljandi tölur. Ekki taka því persónulega ef ég kalla þig hátt staðalfrávik niður á við frá fegurð eða löguleika meðaltals íslenskra ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Ég verð ekki með sjálfum mér.
þriðjudagur, 16. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Af öllum heimskulegum peningaeyðslum kvenna er sennilega kaup á naglalakki það heimskulegasta sem til er. Til hvers í ósköpunum að mála á sér neglurnar, hvort um sé að tala táneglur eða fingurneglur? Það er ekki eins og þetta sé gaman, aðlaðandi eða ódýrt. Flaskan af þessu kostar um 1.500 krónur sá ég í íslenskukennslu ríkissjónvarpsins um daginn, hvorki meira né minna! Gott dæmi um algjörlega tilgangslausa vöru sem hefur verið markaðssett þangað til allir halda að hún þjóni tilgangi.
Nú bíð ég bara spenntur að sjá hvaða útskýringu kvenfólkið hefur. Hver veit, kannski mun ég læra eitthvað og þannig vita eitthvað um kvenfólk eða hvernig það hugsar.
Nú bíð ég bara spenntur að sjá hvaða útskýringu kvenfólkið hefur. Hver veit, kannski mun ég læra eitthvað og þannig vita eitthvað um kvenfólk eða hvernig það hugsar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag fékk ég 9 fyrir Gerð og Greiningu Ársreikningaverkefni sem ég eyddi meira en 40 tímum í að verka og samstarfsmaður minn, Daníel, eflaust helmingi meiri tíma. Ég bjóst við að fá ca 6,5 í mesta lagi.
Um daginn fékk ég svo 8,4 úr Fjármálamarkaðsprófi, þar sem ég hélt að ég væri kolfallinn enda vissi ég ekkert, að mér fannst, þegar prófið var tekið.
Í dag held ég áfram að vinna amk 15 blaðsíðna verkefni fyrir tölfræði og á morgun mun ég svo aðstoða Daníel og Óla Rúnar við 10-15 blaðsíðna ritgerð um gagnsæi peningastefnunnar fyrir Fjármálamarkaði sem skilað verður á föstudaginn. Fyrsta lokaprófið er svo á mánudaginn.
Ég held ég hafi einhverntíman horft á sjónvarp, þó ég muni það ekki. Mig grunar að ég hafi átt mér áhugamál hér í gamla daga og ég veit að ég mun ekki líta upp úr bókunum fram að 4. desember næstkomandi. Ef skóli er vinna er háskóli útrýmingabúðir.
Um daginn fékk ég svo 8,4 úr Fjármálamarkaðsprófi, þar sem ég hélt að ég væri kolfallinn enda vissi ég ekkert, að mér fannst, þegar prófið var tekið.
Í dag held ég áfram að vinna amk 15 blaðsíðna verkefni fyrir tölfræði og á morgun mun ég svo aðstoða Daníel og Óla Rúnar við 10-15 blaðsíðna ritgerð um gagnsæi peningastefnunnar fyrir Fjármálamarkaði sem skilað verður á föstudaginn. Fyrsta lokaprófið er svo á mánudaginn.
Ég held ég hafi einhverntíman horft á sjónvarp, þó ég muni það ekki. Mig grunar að ég hafi átt mér áhugamál hér í gamla daga og ég veit að ég mun ekki líta upp úr bókunum fram að 4. desember næstkomandi. Ef skóli er vinna er háskóli útrýmingabúðir.
mánudagur, 15. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér á næsta borði við mig situr vasklegur hópur námsmenna sem rökræða um kvikmyndaiðnaðinn í bandaríkjunum af áfergju. Þar fremstur í flokki er stór, feitur, skeggjaður og sköllóttur maður sem virðist hafa þetta allt á hreinu og virðist komast upp með að segja hvað sem er. Mér leikur þó forvitni á að vita hvernig fólk getur tekið þennan mann alvarlega því hann er með nákvæmlega eins rödd og Mikki Mús. Ég hugsa því bara um alla götóttu sokkana mína til að hemja mig frá því að hlæja af innilifun að honum og verða, í kjölfarið, étinn lifandi.
Og þar kom svarið við spurningunni sem henti fram fyrr í færslunni. Vandamál leyst.
Og þar kom svarið við spurningunni sem henti fram fyrr í færslunni. Vandamál leyst.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Set fjóra diska með Nick Cave á fóninn og vinn tölfræðiverkefni eins og geðsjúkur. Getur lífið orðið betra?
Já, sennilega. Ef ég væri ekki með varaþurrk væri það betra en ég hata einmitt varaþurrk svipað mikið og Kjartan galdrakarl hatar strumpa, eða kapítalistar hata Kommúnista.
Ólíkt þessum köppum hatar varaþurrkurinn mig þó til baka.
Já, sennilega. Ef ég væri ekki með varaþurrk væri það betra en ég hata einmitt varaþurrk svipað mikið og Kjartan galdrakarl hatar strumpa, eða kapítalistar hata Kommúnista.
Ólíkt þessum köppum hatar varaþurrkurinn mig þó til baka.
sunnudagur, 14. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ætlaði mér heldur betur að kaupa viðbjóðslega feitan og óhollan mat í kringlunni þegar ég arkaði þangað fyrr í dag. Löngunin kviknaði í gærnótt þegar ég lá andvaka í ískalda og notalega herberginu mínu, býsna svangur og hugsandi um tölfræði. Ég endaði hinsvegar með hollustusubway í hollustubrauði með sykurlaust sprite, enga 20.000 kalóríu köku þar sem þær voru uppseldar og ég afþakkaði snakkið. Sennilega versti árangur minn í nokkru sem ég hef tekið mér fyrir hendur um mína stórbrotnu ævi.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef endanlega gefið upp vonina um að fréttablaðið taki viðtal við mig í "Hin hliðin" sem er alltaf í sunnudagsblöðunum og tek því bara viðtalið við sjálfan mig:
Fullt nafn: Finnur.tk Torfi Gunnarsson
Hvernig ertu núna? Mér er illt í öxlunum, með varaþurrk, svolítið svangur og frekar kalt á höndunum. Annars fínn.
Hæð: 193 cm
Augnalitur: Blágrár.
Starf: Námsmenni.
Stjörnumerki: Ljónið. Sem segir ekkert.
Hjúskaparstaða: Mjög einhleypur.
Hvaðan ertu? Fellabæ og Trékyllisvík
Helstu afrek: Varð í öðru sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði 1989. Versla í bónus. Fékk fína meðaleinkunn á vorönn 2004.
Helstu veikleikar: Leti, feimni, Tourettes syndrome í körfubolta, kæruleysi.
Helstu kostir: Ég framleiði ekki táfýlu.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: CSI Whereever.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Poppland þegar Freyr Eyjólfsson sér um það.
Uppáhaldsmatur: Núðlur með osti.
Uppáhaldsveitingastaður: Enginn ennþá.
Uppáhaldsborg: Fellabær.
Uppáhaldsíþróttafélag: Utah Jazz og Huginn Fellum.
Mestu vonbrigði lífsins: Hver einasti morgunn.
Áhugamál: Körfubolti, skák, bíómyndir, tónlist, tölfræði, internetið og núðlur.
Viltu vinna milljón: There is no such thing as a free lunch. Hvað þyrfti ég að gera fyrir hana?
Jeppi eða sportbíll: Bæði: Subary Justy.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ríkur. Annars ekkert sérstakt.
Skelfilegasta lífsreynslan: Hef komist stórslysalaust í gegnum lífið hingað til.
Hver er fyndnastur? Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson = Radíus.
Hver er kynþokkafyllst? Of mikið úrval! Ef ég verð að velja; Monica Bellucci.
Trúir þú á drauga? Ekki nóg með að ég trúi ekki á þá, ég veit að þeir eru ekki til.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Eitthvað sem er ekki misnotað af mannskepnunni. Broddgöltur jafnvel.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rolla.
Áttu gæludýr? Nei og mun aldrei eiga.
Hvar líður þér best? Sofandi.
Besta kvikmynd í heimi? Seven.
Besta bók í heimi? Engin enn.
Næst á dagskrá: Halda áfram með tölfræðiverkefni og hlæja að þremur miðaldra kellingum sem eru að dæla peningum í sjálfsala sem er ekki í sambandi, undrandi sig á því að ekkert gerist.
Þetta tók svo á að ég er skelfingu lostinn um að ég bloggi ekki meira í dag.
Ég hvet samt alla að gera það sama og setja í kommentin og ef það passar ekki bara að skipta þessu niður á fleiri komment.
Fullt nafn: Finnur.tk Torfi Gunnarsson
Hvernig ertu núna? Mér er illt í öxlunum, með varaþurrk, svolítið svangur og frekar kalt á höndunum. Annars fínn.
Hæð: 193 cm
Augnalitur: Blágrár.
Starf: Námsmenni.
Stjörnumerki: Ljónið. Sem segir ekkert.
Hjúskaparstaða: Mjög einhleypur.
Hvaðan ertu? Fellabæ og Trékyllisvík
Helstu afrek: Varð í öðru sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði 1989. Versla í bónus. Fékk fína meðaleinkunn á vorönn 2004.
Helstu veikleikar: Leti, feimni, Tourettes syndrome í körfubolta, kæruleysi.
Helstu kostir: Ég framleiði ekki táfýlu.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: CSI Whereever.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Poppland þegar Freyr Eyjólfsson sér um það.
Uppáhaldsmatur: Núðlur með osti.
Uppáhaldsveitingastaður: Enginn ennþá.
Uppáhaldsborg: Fellabær.
Uppáhaldsíþróttafélag: Utah Jazz og Huginn Fellum.
Mestu vonbrigði lífsins: Hver einasti morgunn.
Áhugamál: Körfubolti, skák, bíómyndir, tónlist, tölfræði, internetið og núðlur.
Viltu vinna milljón: There is no such thing as a free lunch. Hvað þyrfti ég að gera fyrir hana?
Jeppi eða sportbíll: Bæði: Subary Justy.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ríkur. Annars ekkert sérstakt.
Skelfilegasta lífsreynslan: Hef komist stórslysalaust í gegnum lífið hingað til.
Hver er fyndnastur? Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson = Radíus.
Hver er kynþokkafyllst? Of mikið úrval! Ef ég verð að velja; Monica Bellucci.
Trúir þú á drauga? Ekki nóg með að ég trúi ekki á þá, ég veit að þeir eru ekki til.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Eitthvað sem er ekki misnotað af mannskepnunni. Broddgöltur jafnvel.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rolla.
Áttu gæludýr? Nei og mun aldrei eiga.
Hvar líður þér best? Sofandi.
Besta kvikmynd í heimi? Seven.
Besta bók í heimi? Engin enn.
Næst á dagskrá: Halda áfram með tölfræðiverkefni og hlæja að þremur miðaldra kellingum sem eru að dæla peningum í sjálfsala sem er ekki í sambandi, undrandi sig á því að ekkert gerist.
Þetta tók svo á að ég er skelfingu lostinn um að ég bloggi ekki meira í dag.
Ég hvet samt alla að gera það sama og setja í kommentin og ef það passar ekki bara að skipta þessu niður á fleiri komment.
laugardagur, 13. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér í skólanum eru tvær stúlkur sem ég virðist rekast á hvern einasta dag, oft á dag án þess að þekkja persónulega. Þetta er frekar leiðinlegt vandamál þar sem þær eru býsna fríðar ásýndum og þarmeð erfitt fyrir mig að læra með þær í sjónmáli. Þær svífast þó einskis til að láta mig missa einbeitinguna, einhverra hluta vegna. Í dag gengu þær þó aðeins of langt, lögðu á sig svo mikla vinnu til að láta mig sjá sig að ég varð að skrifa um það.
Ég sit hérna uppi á annari hæð, að reyna að læra en það er ekki nóg gott fyrir þessar stelpur. Þegar ég fær mig bakvið gluggatjöldin, aðeins út um gluggann með hausinn, beygi hann niður, talsvert til vinstri og halla honum ca 45 gráður sé ég endurspeglun af öðrum fætinum á annari þeirra þar sem þær sitja í mötuneytinu á fyrstu hæð. Hvernig þeim tókst að reikna út staðsetningu mína og endurspeglunina er mér óskiljanlegt en þær eru klárlega sjúkar í kollinum.
Ég sit hérna uppi á annari hæð, að reyna að læra en það er ekki nóg gott fyrir þessar stelpur. Þegar ég fær mig bakvið gluggatjöldin, aðeins út um gluggann með hausinn, beygi hann niður, talsvert til vinstri og halla honum ca 45 gráður sé ég endurspeglun af öðrum fætinum á annari þeirra þar sem þær sitja í mötuneytinu á fyrstu hæð. Hvernig þeim tókst að reikna út staðsetningu mína og endurspeglunina er mér óskiljanlegt en þær eru klárlega sjúkar í kollinum.
föstudagur, 12. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega myndaðist gríðarleg eftirspurn eftir vitneskju um það hvað ég ætli mér að gera um helgina. Ég bý yfir þessari vitneskju og ætla að henda henni fram í eftirfarandi færslu:
Eftir að hafa unnið í meira en 40 tíma við gerð og greiningu verkefni hyggst ég slappa af með því að gera skilaverkefni í tölfræði. Ennfremur mun ég takast á við verkefni fyrir þetta veftímarit og gagnrýna einhverja bíómynd í kvöld, þá helst í bíóhúsi. Framundan er því strembin bíóhelgi en ég get þó huggað mig við að tölfræðin bjargar geðheilsunni, enn eina ferðina.
Ég vona að með þessari færslu hafi myndast jafnvægi á markaði og helginni sé þarmeð bjargað frá markaðsójafnvægi og alltof háu verði á upplýsingum.
Eftir að hafa unnið í meira en 40 tíma við gerð og greiningu verkefni hyggst ég slappa af með því að gera skilaverkefni í tölfræði. Ennfremur mun ég takast á við verkefni fyrir þetta veftímarit og gagnrýna einhverja bíómynd í kvöld, þá helst í bíóhúsi. Framundan er því strembin bíóhelgi en ég get þó huggað mig við að tölfræðin bjargar geðheilsunni, enn eina ferðina.
Ég vona að með þessari færslu hafi myndast jafnvægi á markaði og helginni sé þarmeð bjargað frá markaðsójafnvægi og alltof háu verði á upplýsingum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkrar vísbendingar fyrir því að þú sért orðin miðaldra kelling:
1. Þú segir það sem þú vilt, þegar þú vilt, þar sem þú vilt, eins hátt og þú vilt.
2. Þú hlærð mjög hátt, sérstaklega eftir þína "brandara".
3. Þú ert órökrétt í hugsun og aðgerðum.
4. Þú ert með stutt hár.
5. Þú ert búin að lita hárið á þér í stálull.
6. Þú heldur að kennarinn vilji þekkja þig persónulega.
7. Þú talar mikið um barnið þitt.
Þetta hef ég lært bara á því að sitja í stjórnunartímum og fylgst með af ákafa.
1. Þú segir það sem þú vilt, þegar þú vilt, þar sem þú vilt, eins hátt og þú vilt.
2. Þú hlærð mjög hátt, sérstaklega eftir þína "brandara".
3. Þú ert órökrétt í hugsun og aðgerðum.
4. Þú ert með stutt hár.
5. Þú ert búin að lita hárið á þér í stálull.
6. Þú heldur að kennarinn vilji þekkja þig persónulega.
7. Þú talar mikið um barnið þitt.
Þetta hef ég lært bara á því að sitja í stjórnunartímum og fylgst með af ákafa.
fimmtudagur, 11. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðasta sólarhringinn hef ég ekki eytt einni einustu krónu, fyrir utan í vexti af yfirdrætti mínum sem bankinn sér um. Ástæðan er sú að þennan síðastliðinn sólarhring svaf ég í 15 klukkutíma. Ástæðan fyrir því að ég svaf svona mikið var sú að ég svaf ekki svo mikið sem eina mínútu sólarhringinn áður. Ástæðan fyrir því svefnleysi var þrá mín að standa mig vel á prófi sem ég tók í gærmorgun en góður árangur veldur vellíðan hjá mér auk þess sem ég næ mér smámsaman í háskólagráðu, þó lítil sé. Ástæðan fyrir því að ég er að fá mér háskólagráðu er einfaldlega sú að ég vil gjarnan vinna við hálaunavinnu og eitthvað sem ég hef áhuga á og háar einkunnir auka líkurnar á því. Ef ég fæ hálaunavinnu get ég jafnvel lagst í helgan stein fyrr en venjulega, vaðandi í peningum og sofandi 15 tíma á sólarhring án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur af peningum eða yfirdrætti, allavega ekki peningalegum yfirdrætti.
Þannig að ég er löglega afsakaður fyrir því að sofa svona mikið. Það er hinsvegar óafsakanlegt að eyða engum peningi.
Þannig að ég er löglega afsakaður fyrir því að sofa svona mikið. Það er hinsvegar óafsakanlegt að eyða engum peningi.
miðvikudagur, 10. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Er ég sá eini í heiminum sem finnst það fáránlegt að skepnur víðsvegar leggjast niður, loka augunum og detta úr sambandi í fjöldan allan af klukkutímum á sólarhring? Sumar jafnvel meira en helminginn af deginum, ef þær eru heppnar. Þarna er gríðarlegt tap á vinnustundum!
En ekki lengur. Ég set fordæmið. Niður með svefn! Upp með... nú man ég ekki um hvað ég var að skrifa.
Túnfisk?
En ekki lengur. Ég set fordæmið. Niður með svefn! Upp með... nú man ég ekki um hvað ég var að skrifa.
Túnfisk?
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er engu lagi líkt hversu mikið ofurmenni ég í raun og veru er. Ekki nóg með að ég hafi fengið kjaftshögg í körfubolta um daginn svo úr mér fossblæddi og ég fór ekki að gráta, auk þess sem ég fékk gott högg í maga um svipað leiti svo ég missti andann, og fór bara að gráta smá, þá hef ég einnig vakað alla nóttina í þriðja sinn á þessari önn hérmeð. Ástæðan er létt blanda af stressi, samviskusemi og amfetamínsterum vegna prófs í fjármálamörkuðum sem ég fer í eftir ca tvo eða þrjá tíma.
Mæli með því að vaka svona, þó ekki sé fyrir annað en vímuna sem fylgir svefnleysinu. Svo er líka gott að heyra rödd líkamans í fyrsta sinn en hann hrópar á hvíld þessa stundina, bókstaflega.
Mæli með því að vaka svona, þó ekki sé fyrir annað en vímuna sem fylgir svefnleysinu. Svo er líka gott að heyra rödd líkamans í fyrsta sinn en hann hrópar á hvíld þessa stundina, bókstaflega.
þriðjudagur, 9. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rétt eins og glæpamennirnir í Olís, Skeljungi og Essó, reyna bandaríkjamenn í tonnatali að biðja heiminn afsökunnar á kosningunni sem fram fór fyrir einhverju síðan, hérna. Sumir, óánægðir Bushhatendur, ganga svo langt að skjóta sig í hausinn af vonbrigðum.
Í framhaldi af því spyr ég kannski eins og fífl, en hver fær þessa milljarða sem Olís, Skeljungur og Essó þurfa að borga fyrir að láta okkur borga alltof mikinn pening fyrir bensínið?
Í framhaldi af því spyr ég kannski eins og fífl, en hver fær þessa milljarða sem Olís, Skeljungur og Essó þurfa að borga fyrir að láta okkur borga alltof mikinn pening fyrir bensínið?
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki frá því að ég hafi gert smá mistök með því að hrópa í átt að Fjármálamarkaðskennaranum þegar hann var að fara yfir próf frá því í fyrra, eitthvað á þessa leið:
"Hvernig er það, á prófið í ár ekki að vera almennilega krefjandi en ekki svona helvítis drasl eins og í fyrra?"
Sérstaklega leiðinleg tilviljun að ég skyldi æpa þetta þegar ég veit ekkert í minn haus hvað þennan áfanga varðar.
"Hvernig er það, á prófið í ár ekki að vera almennilega krefjandi en ekki svona helvítis drasl eins og í fyrra?"
Sérstaklega leiðinleg tilviljun að ég skyldi æpa þetta þegar ég veit ekkert í minn haus hvað þennan áfanga varðar.
mánudagur, 8. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kirilenko er með afbrigðum fagurlimaður.
NBA tímabilið er byrjað og mitt lið frá 1992 eða síðan ég byrjaði að hugsa rökrétt, Utah Jazz, byrjar býsna vel svo ekki sé meira sagt. Hörkutólin í Utah hafa sigrað fyrstu þrjá leiki sína að meðaltali með 24ra stiga mun. Andrei Kirilenko, minn uppáhalds núspilandi leikmaður, er með hvorki meira né minna en 21 varið skot eftir þessa leiki sem gera 7 að meðaltali.
En nóg um það. Ég ætlaði að tala um tilboð fyrir alla; gangið í aðdáendaklúbb Utah Jazz innan sólarhrings og ég skal ekki minnast á að þú sért bara viðbjóðslegur túristaaðdáandi þegar Jazz sigrar meistaratitilinn í júní næstkomandi.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég mæli með þáttunum Gilmore Girls sem eru á dagskrá næstu 14 þriðjudagskvöld klukkan 20:10 á RÚV. Þarna er á ferðinni fullkomlega ömurlegur þáttur. Til þess að uppfylla þau skilyrði sem fullkomlega ömurlegur þáttur skal bera þarf eftirfarandi atriði:
1. Leiðinlegir leikarar - Lauren Graham og Alexis Bledel leiðinlegasta leikarapar allra tíma?
2. Hræðilega slæmur leikur aðalpersónanna - unga stelpan algjörlega áhugalaus.
3. Óáhugaverður söguþráður - fjallar um mæðgur í smábæ, ekkert meira.
4. Engin nekt - er reyndar ekki viss um að ég vilji sjá neina nakta þarna.
5. Geðveikisleg væmni - að hætti bandaríkjamanna.
6. Góður endir á öllum þáttum - Allt slæmt endar vel.
Það er hrein unun að horfa á svona leiðinlega þætti þannig að ég læt mig ekki vanta fyrir framan sjónvarpstækið. 33 tímar í næsta þátt.
1. Leiðinlegir leikarar - Lauren Graham og Alexis Bledel leiðinlegasta leikarapar allra tíma?
2. Hræðilega slæmur leikur aðalpersónanna - unga stelpan algjörlega áhugalaus.
3. Óáhugaverður söguþráður - fjallar um mæðgur í smábæ, ekkert meira.
4. Engin nekt - er reyndar ekki viss um að ég vilji sjá neina nakta þarna.
5. Geðveikisleg væmni - að hætti bandaríkjamanna.
6. Góður endir á öllum þáttum - Allt slæmt endar vel.
Það er hrein unun að horfa á svona leiðinlega þætti þannig að ég læt mig ekki vanta fyrir framan sjónvarpstækið. 33 tímar í næsta þátt.
sunnudagur, 7. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir næsta árs námsár hef ég, ef ég næ öllum áföngum, tækifæri á að láta gamlan draum rætast en hann hefur blundað í mér síðan ég lék mér að He-man köllum frá ca 1986-2001, þegar sá síðasti gaf sig. Nú er bara að finna skóla sem gefur tækifæri á mastersgráðu í alheimsfræðum. Ég yrði þá reyndar bara með Masters í Alheimsfræðum en það er nógu nálægt Masters of the universe svo ég geti dáið hamingjusamur.
Talandi um He-man, þessi náungi mun leika hann í stórmyndinni um He-man sem kemur út 2006 og verður leikstýrt af engum öðrum en John Woo.
Talandi um He-man, þessi náungi mun leika hann í stórmyndinni um He-man sem kemur út 2006 og verður leikstýrt af engum öðrum en John Woo.
laugardagur, 6. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil endilega óska ykkur til hamingju sem hélduð með Bush í kosningum bandaríkjanna þar sem hann sigraði og allt það. Það bendir þó allt til þess að þið séuð þó býsna heimskir einstaklingar. Þetta get ég sagt án þess að hika í ljósi þessara upplýsinga. Endilega skoðið, ef þið kunnið að lesa.
föstudagur, 5. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á móti sól hefur upp á síðkastið framið eina af dauðasyndunum sjö en dauðasyndirnar sjö eru:
1. Dramb
2. Öfund
3. Reiði
4. Leti
5. Ágirnd
6. Ofát
7. Endurútgáfa á 'Sirkús Geira Smart' eftir Spilverkið.
Dauðasyndin sem þeir frömdu er dramb þar sem þeir eru býsna óhlédrægir. Í gær kom svo í ljós að þeir hafa framið aðra dauðasynd með því að endurútgefa sirkús geira smart. Ég hef sjaldan verið jafn reiður við að hlusta á útvarp í leti minni.
Ég skora á meðlimi á móti sól að eyða þessari vitleysu og láta sem þetta hafi aldrei gerst.
1. Dramb
2. Öfund
3. Reiði
4. Leti
5. Ágirnd
6. Ofát
7. Endurútgáfa á 'Sirkús Geira Smart' eftir Spilverkið.
Dauðasyndin sem þeir frömdu er dramb þar sem þeir eru býsna óhlédrægir. Í gær kom svo í ljós að þeir hafa framið aðra dauðasynd með því að endurútgefa sirkús geira smart. Ég hef sjaldan verið jafn reiður við að hlusta á útvarp í leti minni.
Ég skora á meðlimi á móti sól að eyða þessari vitleysu og láta sem þetta hafi aldrei gerst.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst það merkileg tilviljun að því þreyttari sem ég er, því mun meira finn ég fyrir því að stelpur horfa á rassinn á mér. Ennfremur finn fyrir að með minni svefni eykst hugmyndarflug mitt og jafnvel fjölgar röddunum í hausnum á mér.
Það breytir samt ekki því að það þarf að gera eitthvað við stelpurnar í þessum skóla. Þær eru algjörlega stjórnlausar.
Það breytir samt ekki því að það þarf að gera eitthvað við stelpurnar í þessum skóla. Þær eru algjörlega stjórnlausar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég svaf innilega yfir mig í morgun en það hefðu líka allir gert ef þeir hefðu dreymt jafnmikið og skemmtilegt eins og ég. Eftirfarandi var meðal þess sem kom fram í nótt:
* Utah Jazz að spila á sýn (aðeins í draumum).
* Bílvelta og ég bjargaði næstum því lífi.
* Göngutúr í Fellabæ.
* Ég uppdópaður að syngja með Bítlunum í bókabúð Fellabæjar.
* Ég að læra.
Rétt að taka það fram að ég fór á fætur þegar mig dreymdi þetta síðasta, til þess að fara í skólann að læra og hér mun ég vera fram á miðnætti eða þangað til ég sofna.
* Utah Jazz að spila á sýn (aðeins í draumum).
* Bílvelta og ég bjargaði næstum því lífi.
* Göngutúr í Fellabæ.
* Ég uppdópaður að syngja með Bítlunum í bókabúð Fellabæjar.
* Ég að læra.
Rétt að taka það fram að ég fór á fætur þegar mig dreymdi þetta síðasta, til þess að fara í skólann að læra og hér mun ég vera fram á miðnætti eða þangað til ég sofna.
fimmtudagur, 4. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær fór ég á hagstofuna og fékk mér íbúðavottorð. Þar skráði afgreiðslukonan inn kennitölu mína, ýtti á tvo takka og stimplaði blað á 23 sekúndum fyrir 400 krónur. Ef ég gef mér að það taki þrjár sekúndur fyrir næstu manneskju að komast í afgreiðsluna þá segir það mér, við mikla eftirspurn á íbúðavottorðum, að hægt sé að afgreiða 138 manns á klukkutímann og þannig skapa tekjur upp á hvorki meira né minna en 55.200 krónur. Allan daginn, gefið að stofnunin sé opin í átta tíma og að þrjár afgreiði í einu, halar þessi stofnun inn um 1.324.800 krónur ef hún myndi einbeita sér að íbúðavottorðum.
Ekki slæmur árangur. Ég er að hugsa um að stofna svona fyrirtæki.
Ekki slæmur árangur. Ég er að hugsa um að stofna svona fyrirtæki.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Athyglisbrestur minn náði hámarki í dag þegar ég ákvað að gera tilraun og mæta í áhugaverðan fyrirlestur, að mér fannst, um tryggingasvik og þá án tölvunnar minnar sem er aðalástæðan fyrir þessum umrædda athyglisbresti. Tryggingafyrirtækið gerði þó stór mistök með því að gefa sódavatn á flösku. Þarmeð var ég farinn eitthvað allt annað í hausnum. Horfði á loftbólurnar allan tímann og veit ekkert um hvað maðurinn talaði í rúmar 70 mínútur.
miðvikudagur, 3. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag varð ég fyrir vonbrigðum með eftirfarandi:
* Aðstöðunni í skólanum: ekki í fyrsta sinn. Alltof mikið af fólki og mjög lélegt þráðlaust net, ef eitthvað.
* Bandaríkjamenn: Ég vissi að þeir væru heimskir en ekki svo heimskir að láta forsetaframbjóðanda nasistaflokksins ná endurkjöri.
* Marisa Tomei: það að svona heit kelling verði fertug eftir mánuð segir mér að ég er orðinn býsna gamall.
* Marisa Tomei: því hún er í sambandi, helvítis druslan.
* Blogger.com: ókeypis og þar af leiðandi rusl.
* Ég: fyrir slappan árangur í körfubolta kvöldsins.
* Garðarnir: MTV, það eina sem ég horfi á hérna (skjár 1 næst ekki), er dottin út.
* Fólkið á görðunum: Inniskónnum mínum var stolið nýlega.
Og ég er þó með lágan staðal, sem gefur til kynna hversu skitlegur dagur þetta er.
* Aðstöðunni í skólanum: ekki í fyrsta sinn. Alltof mikið af fólki og mjög lélegt þráðlaust net, ef eitthvað.
* Bandaríkjamenn: Ég vissi að þeir væru heimskir en ekki svo heimskir að láta forsetaframbjóðanda nasistaflokksins ná endurkjöri.
* Marisa Tomei: það að svona heit kelling verði fertug eftir mánuð segir mér að ég er orðinn býsna gamall.
* Marisa Tomei: því hún er í sambandi, helvítis druslan.
* Blogger.com: ókeypis og þar af leiðandi rusl.
* Ég: fyrir slappan árangur í körfubolta kvöldsins.
* Garðarnir: MTV, það eina sem ég horfi á hérna (skjár 1 næst ekki), er dottin út.
* Fólkið á görðunum: Inniskónnum mínum var stolið nýlega.
Og ég er þó með lágan staðal, sem gefur til kynna hversu skitlegur dagur þetta er.
þriðjudagur, 2. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í nótt mun fyrsta skref að þessu ferli, öðru nafni hruni bandaríkjanna, verða tekið þegar George Bush verður kosinn forseti hálfvitanna í vestri. Nú er bara að fá sér popp og fylgjast með næstu ca 11 árin eða þangað til brýst út kjarnorkustyrjöld.
Húrra fyrir John Titor og hans miklu sögum.
Húrra fyrir John Titor og hans miklu sögum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er MP3 spilarinn sem ég pantaði af e-bay kominn til landsins. Fyrir hann greiddi ég sjö pund sem gera um 1.000 krónur. Með sendingarkostnaði hinsvegar kemst verðið upp í 3.500 krónur, sem er glæpsamlegt útaf fyrir sig en þó ekkert miðað við tollhelvítið! Hér kemur útreikningur tollsins:
15% af heild: 567 krónur
24,5% af heild: 926 krónur
Tollskýrslugerð: 2.000 krónur
Eitthvað aukagjald: 990 krónur
Alls tollur: 4.483 krónur fyrir 3.500 króna sendingu.
Ég mun frekar versla dóp af barnaníðingi frekar en að styrkja þessa glæpahelvítisstofnun sem tollurinn og ég mun skyrpa framan í tollstjóra, ef ég mun einhverntíman hitta hann. Ég legg til að þið gerið það sama.
15% af heild: 567 krónur
24,5% af heild: 926 krónur
Tollskýrslugerð: 2.000 krónur
Eitthvað aukagjald: 990 krónur
Alls tollur: 4.483 krónur fyrir 3.500 króna sendingu.
Ég mun frekar versla dóp af barnaníðingi frekar en að styrkja þessa glæpahelvítisstofnun sem tollurinn og ég mun skyrpa framan í tollstjóra, ef ég mun einhverntíman hitta hann. Ég legg til að þið gerið það sama.
mánudagur, 1. nóvember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á hálum ís! Fullt af lausum endum í þessu sorpi.
Síðustu þrjá daga hafa verið aumingjadagar hjá veftímaritinu þar sem ritstjóri þess, undirritaður, hefur haft það gott. Dagskráin var eftirfarandi:
Föstudagskvöld: Rúntur með Eika frænda.
Laugardagskvöld: Fór ekkert í skólann. Bíó um kvöldið og rúntur eftir það.
Sunnudagur: Keila með Garðari og Bergvini.
Allavega, þeim er lokið núna. En nánar um bíóið. Ég fór á The Manchurian Candidate (Ísl.: Á hálum ís!) með Denzel 'Égeralltafsamikarakterinn' Washington, Meril 'Égerbýsnagóðleikkona' Streep og Liev 'Éger...eee...leikari' Schreiber í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um fyrri innrás Bandaríkjamanna í Írak 1991 og eitthvað varðandi dáleiðslu. Hér kemur formúlan fyrir þessu rusli:
A + 4(B * C(D + E)) + F + G = Manchurian Candidate
Þar sem:
A = Góður leikarahópur
B = Fáránlegur söguþráður
C = Ruglingsleg
D = Myndataka
E = Sögulína
F = Geðveikislega dramatísk tónlist
G = Ruglandi nafn á myndinni
(B*C(D + E)) er klárlega gert til að fela vonlausa og ódýra söguþráðinn, rétt eins og ég reyni að fela leiðinlega færslu með því að setja hana upp í ódýra formúlu.
Drasl mynd. Ein stjarna af fjórum fyrir Liev Schreiber sem stóð sig vel.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það gleður mig að tilkynna að samkvæmt þessari könnun eru 73% þeirra sem þessa síðu lesa gáfum gæddir og um 4% of gáfaðir. Það hryggir mig hinsvegar að komast að því að 13% lesenda eru á kaf í dópi og mun líklega láta lífið af ofneyslu innan skamms. Enn verra er þó að komast að því að 9% virðast ýmist vera bandaríkjamenn eða hálfvitar, ef einhver munur er þar á.
Þess má til gamans geta að þessi könnun var algjörlega hlutlaus.
Þess má til gamans geta að þessi könnun var algjörlega hlutlaus.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)