Í dag varð ég fyrir vonbrigðum með eftirfarandi:
* Aðstöðunni í skólanum: ekki í fyrsta sinn. Alltof mikið af fólki og mjög lélegt þráðlaust net, ef eitthvað.
* Bandaríkjamenn: Ég vissi að þeir væru heimskir en ekki svo heimskir að láta forsetaframbjóðanda nasistaflokksins ná endurkjöri.
* Marisa Tomei: það að svona heit kelling verði fertug eftir mánuð segir mér að ég er orðinn býsna gamall.
* Marisa Tomei: því hún er í sambandi, helvítis druslan.
* Blogger.com: ókeypis og þar af leiðandi rusl.
* Ég: fyrir slappan árangur í körfubolta kvöldsins.
* Garðarnir: MTV, það eina sem ég horfi á hérna (skjár 1 næst ekki), er dottin út.
* Fólkið á görðunum: Inniskónnum mínum var stolið nýlega.
Og ég er þó með lágan staðal, sem gefur til kynna hversu skitlegur dagur þetta er.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.