Nú hef ég ekki rakað mig í háa herrans tíð svo við fyrstu sýn virðist ég vera hellisbúi. Það eru þó reginmunur á mér og hellisbúum eins og eftirfarandi dæmi sanna:
* Hellisbúar voru með skeggvöxt. Ég er með móðukenndan hýjung.
* Hellisbúar voru vöðvaðir. Ekki ég.
* Hellisbúar gengu uppréttir. Ekki ég, eftir að hafa legið yfir bókum síðustu vikurnar.
* Hellisbúar féllu aldrei í alþjóðaviðskiptun. Það bendir allt til þess að ég muni falla í fyrramálið.
* Hellisbúar voru áhugaverðar skepnur. Ég er mjög óáhugaverður náungi.
* Ég er með tyggjó. Þeir aldrei.
Bara til að koma í veg fyrir misskilning.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.