þriðjudagur, 2. nóvember 2004

Þá er MP3 spilarinn sem ég pantaði af e-bay kominn til landsins. Fyrir hann greiddi ég sjö pund sem gera um 1.000 krónur. Með sendingarkostnaði hinsvegar kemst verðið upp í 3.500 krónur, sem er glæpsamlegt útaf fyrir sig en þó ekkert miðað við tollhelvítið! Hér kemur útreikningur tollsins:

15% af heild: 567 krónur
24,5% af heild: 926 krónur
Tollskýrslugerð: 2.000 krónur
Eitthvað aukagjald: 990 krónur
Alls tollur: 4.483 krónur fyrir 3.500 króna sendingu.

Ég mun frekar versla dóp af barnaníðingi frekar en að styrkja þessa glæpahelvítisstofnun sem tollurinn og ég mun skyrpa framan í tollstjóra, ef ég mun einhverntíman hitta hann. Ég legg til að þið gerið það sama.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.