Þegar kemur að því að tala við mig í síma er ég óáreiðanlegasti maður jarðarkringlunnar. Þegar hingað er komið við sögu hef ég misst af síðustu níu símtölum og orðið rafmagnslaus í öllum fjórum símtölum sem ég hef náð að svara í þessum mánuði. Einnig hringi ég aldrei í neinn þar sem ég er alltaf innistæðulaus, enda bláfátækur nemi eins og nokkrum sinnum hefur komið fram.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég er alltaf með símahlussuna á mér ef ske kynni að Forseti Íslands, eða kona hans, hringir í mig til að boða mig á fálkaorðuafhendingu fyrir bloggstörf mín í gegnum árin, og til að sjá hvað klukkan er þar sem ég á ekkert úr.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.