Af öllum heimskulegum peningaeyðslum kvenna er sennilega kaup á naglalakki það heimskulegasta sem til er. Til hvers í ósköpunum að mála á sér neglurnar, hvort um sé að tala táneglur eða fingurneglur? Það er ekki eins og þetta sé gaman, aðlaðandi eða ódýrt. Flaskan af þessu kostar um 1.500 krónur sá ég í íslenskukennslu ríkissjónvarpsins um daginn, hvorki meira né minna! Gott dæmi um algjörlega tilgangslausa vöru sem hefur verið markaðssett þangað til allir halda að hún þjóni tilgangi.
Nú bíð ég bara spenntur að sjá hvaða útskýringu kvenfólkið hefur. Hver veit, kannski mun ég læra eitthvað og þannig vita eitthvað um kvenfólk eða hvernig það hugsar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.