Þá er öðru lokaprófi mínu á þessari önn lokið með prófi í fjármálamörkuðum í morgun. Eins og áður vakti ég í alla nótt, lærandi fyrir prófið, þar sem bland af stressi og smá geðveiki réði ríkjum eins og færslan hér að neðan gefur til kynna.
Ég lét ekki algjört þekkingarleysi á efninu koma í veg fyrir að ég gæti skemmt mér við lærdóminn og fundum við Óli því nöfn í námsglósunum og bjuggum til sögu, á milli þess sem við hlógum mjög hátt og kepptum í hver gæti ælt meira blóði af stressi.
Ég stóð mig svo ágætlega á prófinu, en það er auðvitað aukaatriði þar sem ég sigraði blóðælukeppnina með þriggja lítra mun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.