þriðjudagur, 23. nóvember 2004

Ég hef fundið uppskrift af hamingju© sem krefst engra eiturlyfja. Hamingjan er þó ekki varanleg heldur varir í um 5-10 klukkustundir í senn. Ég ætla að deila þessu með ykkur á veftímaritinu, enda eru öll heimsins auðæfi ekkert miðað við hamingju lesenda minna. Uppskriftin er eftirfarandi:

Hráefni:
Lærðu í rúma þrjá daga fyrir próf sem þú heldur að þú munir falla í, þar af heilan sólarhring fyrir prófið án þess að sofa og án þess að fara úr mjög þröngum skóm.

Framkvæmd tímabundinnar hamingjunnar:
Stattu þig vel á prófinu, farðu úr skónnum (lykilatriði!) og sofnaðu.

Ég ábyrgist að þetta sé hin eina sanna hamingja©, að öðru óbreyttu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.