þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Ég er ekki frá því að ég hafi gert smá mistök með því að hrópa í átt að Fjármálamarkaðskennaranum þegar hann var að fara yfir próf frá því í fyrra, eitthvað á þessa leið:

"Hvernig er það, á prófið í ár ekki að vera almennilega krefjandi en ekki svona helvítis drasl eins og í fyrra?"

Sérstaklega leiðinleg tilviljun að ég skyldi æpa þetta þegar ég veit ekkert í minn haus hvað þennan áfanga varðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.